Archive | 5. janúar, 2011

We are not alone anymore…

Eiginlega alveg ferlegt að vita af því að það er verið að fylgjast með því sem maður er að röfla, var eitthvað svo súrrealískt að skrifast svona á við sjálfan sig.  En hvað um það, það verður áfram haldið  sem aldrei fyrr (eða seinna (eða eitthvað))…

Við bræður hentum okkur í hlaup í hádeginu og höldum því áfram okkar striki.  Enn erum við bara í frekar stuttum vegalengdum en það á eftir að breytast mjög fljótlega.  Í dag voru lagðir að baki um fimm og hálfur kílómetri, þar af þrír þeirra á frekar hröðu tempo-i (eins og alvöru hlaupamenn segja víst), eða meira, hröðu tempo-i miðað við aldur okkar og fyrri störf, ætli alvanir hlauparar myndu ekki kalla hraðann hægt skokk.  Annars er hægt að fylgjast með framvindunni hér, ef svo ólíklega vildi til að lesandi minn (ath. eintala) hefði áhuga á því (sem er ósennilegt).  Við þurfum víst að vera duglegir að nota þessa hlaupadagbók þar sem við verðum að setja þarna inn öll hlaup frá og með 1. mars þegar við byrjum á hlaupanámskeiðinu, fram að því ætlum við bara að koma okkur í eins gott form og mögulegt er, ferlegt að mæta á svona námskeið og vera sá alslappasti (betra að vera næst verstur)…

Annars erum við feðginin ein heima í kvöld þar sem frúin er á næturvakt.  Að vísu er sú stutta þegar farin að sofa, borðaði vel af fiskibollum og kartöflum í brúnni sósu en var svo uppgefin eftir átið að það var ekkert annað í stöðunni en leyfa henni bara að fara í rúmið.  Hún hefur annars verið með einhverja magakveisu undanfarið með tilheyrandi tvistum, gæti haft einhver áhrif á það hversu þreytt hún er.  Ég stefni á að vinna í kvöld og horfa í leiðinni á Arsenal vs. City með öðru á meðan.  Eiginlega ferlega vont að horfa á svona leiki, maður veit ekki með hverjum maður á að halda, jafntefli sennilega besta niðurstaðan.  Að vísu er skárra að Arsenal verði meistari heldur en City, skárra, ekki betra… 😉

Og einmitt fyrir þennan eina lesanda minn er við hæfi að hafa smá „glens“ á trúarlegu nótunum, að þessu sinni beint upp úr sjálfri svörtu bókinni.  Hún er víst stútfull af svipuðu fjöri.  Ætli ríkiskirkjan myndi ekki segja að þetta eigi að lesa í samhengi, en í samhengi við hvað þá?!?  Svo er hérna smá nördagrín líka, fyrir þá sem skilja svoleiðis (aðrir eiga bara alveg að leiða þetta hjá sér). Og að lokum, fyrir Eika félaga, smá hvatning fyrir þá sem eru ekki alveg í kjörþyngd og vilja breyta því, þetta er greinilega hægt. Það eina sem þarf til að gera það er, tjah, að gera það… 😀