Hlaupaárið 2012

Það hafðist, ég fór út að hlaupa í gærkvöldi!  Margir myndu kannski segja að þetta væri nú ekkert ýkja merkilegt, en fyrir mig var þetta töluvert átak.  Ekki svo að skilja að þetta hafi verið erfitt, heldur tók það talsvert á að hafa sig í að klæða sig í gallann, setja upp playlist-a á iPod-inn og koma sér út úr húsi.  Hinsvegar þegar ég var loksins lagður af stað þá var ég mjög feginn að hafa haft mig í þetta því mér leið bara furðu vel á meðan á þessu stóð og svo hríslaðist um mig mikil sælutilfinning þegar heim var komið.  Var eiginlega búinn að gleyma hvað það getur verið gott að fara svona út að hlaupa, vera einn með sjálfum sér og góðri tónlist.  Sakar auðvitað ekkert þegar veðrið er gott en þrátt fyrir fimbulkulda var blankalogn og stjörnubjart.  Það er enginn viðbjóður.  Þannig að það má með sanni segja að hlaupaárið 2012 sér formlega hafið, jau jauuuuuu… 🙂

Annars ákvað gamli gráni (lesist: litli bíllinn) að neita að fara í gang í gærmorgun.  Þórunn hafði farið á honum í vinnuna kvöldið áður (næturvakt) en náði svo ekki að koma honum í gang þegar hún ætlaði heim aftur.  Þurfti því að sækja hana og skutla heim og fór svo með Palla til að reyna að koma honum í gang.  Fengum meira að segja Runa til að koma og gefa okkur start en allt kom fyrir ekki.  Vorum helst á því að það hefði frosið í bensínleiðslunni eða að það vantaði einhver kerti.  Spurning um að bíða bara eftir þíðu og reyna þá aftur að koma honum í gang og við Þórunn sameinumst bara um rauðu þrumuna á meðan.  Var reyndar mjög kósý að fara öll saman af stað í morgun, fórum fyrst með Elínu á leikskólann og svo skutlaði ég Þórunni í vinnuna.  Quality family time, úh baby! 😀

Svo er alveg kominn tími á smá tónlistarmyndbönd.  Fyrst er hin árlega samantekt DJ Earworm á Top 25 af Billboard listanum bandaríska, alltaf fjör hjá Eyrnaorminum.  Svo fann ég loksins lagið sem er í Sjóvá (?) auglýsingunni, hið stórskemmtilega Home með Edward Sharpe & The Magnificent Zeros, furðu góður slagari.  Og svo er ég líka voða ‘skotin’ í Pumped up Kicks með Foster The People, fínt skokklag.  Annars birti ruv.is lista yfir vinsælustu lögin á Rás 2 árið 2011, fullt af góðu stöffi þar (sem ég nenni ekki að finna linka á)… 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: