Keep on runnin’…

Skráði mig í Laugavegshlaupið 2012 á miðvikudaginn og þá er í raun ekki aftur snúið.  Hef líka verið nokkuð duglegur að fara út að hlaupa og eftir hlaupið í gær eru kílómetrarnir komnir í 110 þennan mánuðinn sem er næstum tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra og þrefalt meira en allan febrúar fyrir ári.  Þannig að þetta er allt á réttri leið og bætingin töluverð frá því fyrir ári.  Enda ekki annað hægt ef stefnan er sett á að bæta alla tíma í öllum hlaupum.  Mætti svo líka fara að láta af því verða að láta gosið og nammið vera, spurning um að miða bara við að frá 35 ára afmælisdeginum sé allt slíkt bannað, allavega ærið tilefni… 😉

Fór semsagt út og hljóp í gær nokkuð hefðbundin hring.  Fór frá Laugateignum upp Kringlumýrarbrautina og svo inn í kirkjugarðinn í Fossvoginum og þaðan niður í Nauthólsvík.  Svo var bara stígurinn tekinn alla leið út á Seltjarnarnes og svo hefðbundin maraþonleið þar í gegnum og aftur til baka meðfram Sæbrautinni.  Hálkan var ekki mikil en ég var mjög feginn að vera með gormana á mér því það voru hálkublettir á stöku stað og ég veit ekki hvar þetta hefði endað ef ég hefði reynt mig á þeim án gormanna, sennilega bara á slysó… 😛

Er svo að reyna að gera upp við mig hvort ég fer í fótbolta í kvöld en svo er rólegt hlaup á mánudag og miðvikudag og svo sprettir á þriðjudag inni á milli.  Spurning hvort ég nái að henda kílómetrafjöldanum upp í 130km í mánuðinum (nb, þá er áherslan á gæðin en ekki magnið) og þá er ég nokkurn veginn á sama stað í lok janúar og ég var í lok mars fyrir ári.  Fínt að vera kominn á gott ról strax í upphafi árs en mikið svakalega er ég svekktur út í sjálfan mig að hafa verið í svona mikilli leti í haust, hefði betur drattast til að halda áfram að hlaupa og viðhalda forminu sem ég var kominn í síðasta sumar.  En það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og halda bara ótrauður áfram…

En já, ég á semsagt afmæli á fimmtudag í næstu viku og það eina sem ég óskaði mér voru nýir hlaupaskór þar sem skórnir sem ég fékk um áramótin í fyrra eru eiginlega búnir núna, allavega er allt innra byrðið í þeim var að rifna og kuðlast og það er frekar pirrandi en hefur að vísu ekki valdið vandræðum enn sem komið er.  Svo væri líka ekki vitlaust að fá annan lit af hlaupasokkum, eitthvað aðeins karlmannlegra í þetta skiptið… 😉

Fyrir þá sem vilja svo koma sér í stuð, þá er hægt að horfa á þetta.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: