Litið um öxl… og fram á veg…

Árið 2012 er runnið upp og ef eitthvað er að marka svartsýnustu menn (lesist dómsdagsspámannavitleysinga) þá er þetta síðasta árið sem við eigum eftir ólifað því fullyrt er að Mayarnir hafi spáð fyrir heimsendi 21. desember.  Spurning um að veðja við einhvern af þessum vitleysingum og hlæja svo upp í opið geðið á þeim 22. desember með fullar hendur fjár.  En nei, það má víst ekki hafa svona fávita að féþúfu, er eiginlega eins og að sparka í liggjandi mann… 😉

Allavega, árið 2011 var fínt ár að mestu leyti.  Var að reyna að rifja upp það helsta og man eiginlega ekki eftir ýkja mörgu fyrir utan að ég hljóp ansi mikið fyrri hluta ársins, kláraði loksins Laugaveginn sómasamlega (jafnvel þó tíminn hafi ekki verið neitt spes) og tók þátt í nokkrum öðrum hlaupum að auki.  Hætti svo alfarið að hlaupa í haust og sé enn mikið eftir því.  Verður ‘fjör’ að reyna að byggja þolið upp aftur fram á sumarið.  En það verður bara að spýta í lófa og girða í brók, ekki hægt að hætta þessu rugli núna heldur gera enn betur í ár og jafnvel massa LV2012 á undir sjö tímum, allavega eitthvað til að stefna á… 🙂

Elín fór á nýjan leikskóla í haust og er bara mjög sátt á nýja staðnum enda dekrað þar við hana á hverjum degi.  Fæ stundum á tilfinninguna að henni leiðist við Þórunn í samanburði við leikskólann, allavega hleypur hún þar inn á morgnana greinilega dauðfegin að fá smá pásu frá okkur foreldrunum.  Þórunn byrjaði að vinna á bráðamóttökunni og líkar bara mjög vel.  Ég söðlaði að hluta til um varðandi vinnuna og vinn núna hluta vikunnar fyrir öðlingana í GreenQloud á móti gömlu vinnunni.  Og rétt fyrir jól þá fékk ég einkunnir í þessum tveimur fögum sem ég var í og er þá formlega hálfnaður með mastersnámið mitt, víííí.  Í raun er þetta það helsta (ef ég er að gleyma einhverju þá var það bara ekki nógu merkilegt til að ég myndi það), þannig að 2011 var business as usual, nothing to see here, carry on…

En hvað tekur svo við á árinu 2012?  Sennilega bara meira af því sama sem er ágætt.  Ætla að byrja að hlaupa aftur (40 mínútur rólegt í dag) og koma mér í form fyrir sumarið.  Þarf að semja við Þórunni um að fá að fara aftur í Laugavegshlaupið og stefna svo líka á Sjö tinda hlaupið, Jökulsárhlaupið og svo einhver fleiri styttri hlaup.  Að vísu var Óli Þór að heimta að ég tæki maraþon á árinu, aldrei að vita nema það verði bara tæklað líka.  Sé svo framá að klára alla áfanga í skólanum og eiga svo bara eftir ritgerð fyrir vorið 2013 sem ég þarf að vísu í ár að ákveða hvað verður um, hef eiginlega engar hugmyndir sem stendur en það hlýtur að koma.  Svo verður bara unnið að vanda, tíðindalítið á öllum vígstöðvum…

Ætla jafnframt að lýsa því yfir að þetta blogg er formlega opnað aftur, með nýju útliti og alles.  Ætla ekki að lofa daglegum uppfærslum þó heldur bara eftir nennu en er búinn að heita því að reyna að halda þessu lifandi og þá mest með innihaldslausum skrifum um árangur (eða skorti á árangri) af hlaupunum.  Í bland verður svo eitthvað efni meira almenns eðlis en ég lofa engu um að það verði á nokkurn skemmtilegt fyrir nokkurn mann… 😀

Og að lokum: Gleðilegt ár!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: