Tommy, can you hear me?

Ég er semsagt að gera ákveðna tilraun.  Hún er í því fólgin að ég ætla að athuga hversu langur tími líður þar til einhver uppgötvar að ég hafi tekið aftur til við bloggskrifin eftir ‘góða’ pásu frá því í byrjun síðasta sumars.  Ef vel tekst til þá sé ég framá að tala fyrir engum eyrum allt árið og þá er aldrei að vita nema maður fari að verða djarfari og meira krassandi eftir því sem líður á.  Nú, ef svo ólíklega vildi til að einhver fatti verknaðinn þá er spurning hvað maður gerir, jafnvel held ég bara áfram (nema ég sé sérstaklega beðinn að gera það ekki)… 😀

Við hjónin uppgötvuðum í desember að litla skvísan væri með eyrnarbólgu.  Það kom eiginlega alveg aftan að okkur þar sem hún hafði ekki sýnt nein merki í þá veruna, ekki haldið fyrir eyrun eða grenjað óeðlilega mikið þegar hún var lögð í rúmið.  Hinsvegar var hún sífellt að fá hita og oftast í kjölfarið á miklu og grænu hori.  Við fórum því að endingu með hana á barnalæknavaktina þar sem við fengum þessi tíðindi.  Hún fékk vænan skammt af sýklalyfjum sem virkuðu fínt á meðan varði en svo datt allt aftur í sama farið.  Við fórum því aftur og fengum annað og sterkara lyf en þá tóku við ný leiðindi, því Elínu Dögg finnst lyfið svo hrikalega vont að hún harðneitar að taka það sjálfviljug!  Eina ráðið er því að setja það í sprautu og sprauta í kinnina á henni og vona að hún fatti ekki að spýta því útúr sér aftur.  Spurning um heimilisofbeldi miðað við hvað hún reynir að streitast á móti, en þetta er henni víst fyrir bestu…

Það er ekki laust við að ég sé með örlitlar harðsperrur eftir hlaupin í gær, merkilegt nokk.  Að vísu var þetta í fyrsta skipti í næstum tvo mánuði sem ég fór markvisst út að hlaupa en þetta var það stutt að það hefði ekki átt að telja.  Svona er formið víst lélegt.  Annars hentum við bræðurnir okkur á fyrirlestur í gærkvöldi þar sem sigurvegarinn í kvennaflokki Laugavegshlaupsins 2010 sagði frá því hvernig hún undirbjó sig auk þess sem hún sagði stuttlega frá leiðinni sjálfri.  Í raun ekkert voðalega gagnlegt fyrir okkur bræðurna en hinn fyrirlesari kvöldsins var næringafræðingur og hann hafði töluvert mikið að segja sem hægt er að notfæra sér.  Þá er í raun bara eftir að tileinka sér það helsta og drattast loksins til að gera þetta rétt.  Það er, hins vegar, það eina í þessu sem er víst erfitt… 😉

Rakst svo á þetta, skemmtilegt, svo ekki sé meira sagt…

Auglýsingar

7 responses to “Tommy, can you hear me?”

 1. Kristín Kristjánsdóttir says :

  Ég telst kannski ekki með en ég tók eftir því að þú byrjaðir að blogga aftur!

  Á reyndar von á því að þú vitir kannski ekkert hver ég er en þú varst samt sem áður í Google Reader hjá mér og fróðlegt að vita hvort þú áttir þig á af hverju það er.

  En láttu annars eins og ég sé ekki hérna – ég bíð spennt eftir því að sjá svæsnina stigaukast 🙂

 2. laddi says :

  Jahá! Ég skal alveg viðurkenna að nú kem ég alfarið af fjöllum. Svo ég spyrji nú bara alveg heiðarlega: Hver ert þú eiginlega? 😀

 3. Kristín Kristjánsdóttir says :

  Ég hef safnað bloggum „reiðra ungra manna“ sem tjá sig af fúllyndi og fautaskap og enda svo sem sýnidæmi í háskólakennslu, verandi reiður ungur maður sjálf 🙂

 4. laddi says :

  Say wha??? 😀

  En nú er ég hvorki reiður né mjög ungur (lengur allavega) auk þess sem þetta loðna svar þrengir hringinn ekkert svakalega mikið. Alveg lágmark að gefa manni allavega hint sem hjálpar… 😉

 5. Kristín Kristjánsdóttir says :

  Þú ert kannski ekkert sérstaklega Vantrúaður þá úr því þú grípur ekki þessa vísun 🙂

 6. laddi says :

  Heyrðu, ég fattaði eiginlega tenginguna um leið og ég var búinn að senda skeyti #4, þannig að jú, ég telst sennilega bæði vera ungur og reiður maður… 😉

 7. Þóra Marteins says :

  Ég var að fatta að þú værir byrjaður aftur. Velkominn aftur í bloggheima 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: