It’s alive!!!

Gerðum áðan góða ferð niður í Fossvog og framkvæmdum endurlífgunaraðgerðir á Gamla Grána.  Fengum startkapla lánaða hjá tengdó, húkkuðum þeim í rauðu eldinguna og bara smelltum honum í gang!  Hjálpaði sennilega til að hitastigið er komið uppfyrir frostmarkið og þegar við vorum nokkuð sannfærð um að hann færi næst í gang af sjálfdáðum var brunað með hann á bensínstöð og fest kaup á frostvara í bensíntankinn til að koma í veg fyrir að þetta komi aftur.  Kaplarnir fá svo bara að vera áfram í bílnum, vona að tengdapabba sé sama um það… 😛

Annars var þetta prýðis hlaupavika og heilir 37 kílómetrar hlaupnir (eða skokkaðir, hraðinn var nú varla hlaupahraði á köflum).  Samanborið við árið í fyrra þá náði ég ekki 37 kílómetrum á einni viku fyrr en aðra vikuna í apríl þannig að þetta er strax töluvert betra en þá auk þess sem ég sleppti raunar út einni hlaupaæfingu í vikunni og hefði þá farið yfir 40 kílómetrana.  En það má ekki heldur fara of geyst af stað og sprengja sig og/eða fara að meiðast.  Annars hefði það nú vel verið mögulegt í gær í hálkunni en þökk sé gormunum sem Palli gaf mér í fyrra þá tókst mér að standa í lappirnar ólíkt öðrum hlaupurum Afrekshópsins, en við tölum svosem ekki meira um það… 😉

Svo er stefnan sett á að halda bara áfram að hlaupa og koma sér í svaðalegt form fyrir sumarið.  Raunar var ég búinn að setja mér nokkur markmið fyrir árið:

  • LV2012 á 7:15 – 7:30
  • 10km á undir 0:50
  • 21.1km á undir 1:55
  • 7 tindar í 7tinda hlaupinu
  • Jökulsárhlaupið til gamans

Svo væri auðvitað ekkert leiðinlegt ef maður næði loksins að missa einhver kíló en þá þarf væntanlega að koma til gagnger endurskoðun á mataræðinu.  Fyrsta verk væri auðvitað að hætta að drekka gos og nammi, eða allavega bara leyfa sér það einu sinni í viku.  Verst hvað ég er svakalegur sælkeri þannig að það verður allt annað en auðvelt en það sakar ekki að reyna.  Ætla samt ekki að prófa einhverja bévítans megrunarkúra eða -töflur, bara reyna að minnka inntöku á hitaeiningum og auka brennslu á uppsafnaðri orku á móti.  Eða eins og það heitir á engilsaxnesku, the right way… 😉

Að lokum, Prodigy eins og maður hefur aldrei heyrt þá áður…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: