Another day, a different office…

Er staddur í Garðastræti 37 á skrifstofu GreenQloud.  Ástæðan er sú að ég og Palli bróðir ákváðum að söðla aðeins um (þó ekki alveg) og erum núna að vinna þar þrjá daga vikunnar og svo tvo daga á móti í Hlíðasmáranum hjá IOS.  Erum báðir að koma okkur inní allt hérna, tekur smá tíma, nóg sem þarf að setja upp og breyta fyrir utan að kynna sér innviði kóða.  Gæti tekið nokkra daga en hinsvegar skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt og vinna með nýju fólki (fyrir utan Eika, auðvitað).  Líka gaman að vera á skrifstofu í miðbænum, stutt að henda sér í fjörið þar… 😉

Fór í fínan fótbolta í gærkvöldi með gaurum sem hafa á einhverjum tímapunkti spilað með IF Guðrúnu í Kaupmannahöfn.  Þetta voru miklir fagnaðarfundir og menn ráðgera að hafa þetta vikulega hér eftir, enda margir fyrrverandi Guðrúnarmenn búsettir á Stór-Reykjavíkursvæðinu.  Var að vísu í tómu rugli og var klobbaður svona skrilljón sinnum en náði aðeins að bæta það upp með nokkrum klobbum sjálfur og svo einu svaðalegu skallamarki.  Hörku fjör og ég er strax farinn að hlakka til næsta sunnudags… 😀

Eins og venjulega, smoke ’em if you got ’em! 😛

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: