Tenglasúpa sunnudagsins…

Sit heima á sunnudegi með frumburðinum og saman bíðum við eftir að frúin komi heim úr vinnunni.  Hún var plötuð í að taka aukavakt í dag, henni til mikillar gleði.  Byrjaði daginn að vísu ekkert allt of vel því henni tókst að læsa lyklana að bílnum inni í honum og bílinn í gangi í þokkabót.  Það þýddi að hún þurfti að fara á hinum bílnum í vinnuna og ég að sjá um að redda málunum.  Hringdi í neyðarþjónustu innbrotsþjófa sem sendu einn vanann mann á staðinn sem var kominn inn í bílinn á núll einni og talaði meira að segja í símann á meðan.  Það er greinilega ekkert voðalega erfitt að stunda innbrot í bíla miðað við það.  Heppilega er ekkert verðmætt í þessum bíl, hvað þá bíllinn sjálfur…

Er að drepast úr harðsperrum síðan á fimmtudaginn og ekki bætti úr skák fótboltinn sem ég fór í í hádeginu á föstudag.  Samt ákaflega gleðilegt að finna fyrir svona harðsperrum, var eiginlega búinn að gleyma tilfinningunni.  Veit þá líka að ég tók almennilega á því á fimmtudaginn en gallinn er í staðinn sá að ég er þá greinilega ekki betri en tíminn sagði til um.  Kannski ekki við öðru að búast, svosem, en hefði verið skárra að geta allavega blekkt sig með að maður ætti nóg inni.  Svo er greinilega ekki, því miður… 😉

Í kvöld verður svo skundað út á nes það er við álftir er kennt og eftir það upp í Kór þar sem spilaður verður fótbolti við fyrrverandi leikmenn Guðrúnar í Kaupmannahöfn.  Verða væntanlega fagnaðarfundir enda hafa allskonar kónar boðað komu sína.  Verður líka gaman að sjá hver hefur dottið mest í snakkpokann eftir að á Klakann var komið, pant ekki! 😀

Hef alltaf reglulega safnað ‘áhugaverðum’ tenglum í þar til gerða möppu á skjáborðinu hjá mér.  Nú er hreinlega komið að því að tæma möppuna og við ríðum á vaðið með 9 mismunandi þvaglosunaraðferðum karla, spennandi.  Svo er hér skjáskot frá Fox News, vel hægt að efast um áreiðanleika fréttastofu sem er ekki betur að sér í landafræði en þetta.  Svo er ‘Dear blank, please blank‘ alveg stórskemmtilegt, margar síður af allskonar sniðuglegheitum þar á ferð.  Svo rakst ég á þennan samanburð á trúarbrögðum og stjórnmálastefnum, sennilega nokkuð nærri lagi, meira að segja.  Svo er alltaf gaman þegar menn hafa of mikinn frítíma, hér er einn sem dúllar sér við að búa til listaverk úr hljóðsnældum.  Og í tilefni þess að Kevin Smith er væntanlegur í Hörpuna í næsta mánuði þá er tilvalið að fólk lesi þessa sögu (varúð, er í mjög mörgum hlutum), skyldulestur fyrir alvöru aðdáendur kauða.  Svo er þetta mjög fyndið líka, þarf ekkert að eyða fleiri orðum í það.  Að lokum, smá tónlistarmyndband og coverlag í þokkabót…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: