Powerade I

Lét Palla bróður plata mig til að mæta í hlaupið þrátt fyrir engan undirbúning og að það er rúmlega mánuður frá því ég hljóp síðast.  Hans orð voru, orðrétt: „Þú ert aumingi, tussa og kerling ef þú mætir ekki!“  Gat ekki verið þekktur fyrir að vera neitt af þessum miður fallegu lýsingarorðum (já, kerling er lýsingarorð þegar það er sagt um karlmann), hvað þá að vera allt af þessu.  Hellidemban sem breyttist svo í haglél á leiðinni upp í Árbæjarlaug var svo síður en svo til að ýta undir gleði mína að láta hafa mig í þessa vitleysu…

Hitti Afrekshópsfólkið og við hentum okkur svo saman í upphitun.  Ég var að vísu í tómu rugli, átti eftir að reima skóna og borga þátttökugjaldið þannig að við Palli og Snúbbi (nafnið sem ég nota á alla þá sem ég man ekki nöfnin á) tókum hring niður að stíflu og til baka.  Slepptum alveg að taka hraðaaukningar enda átti þetta ekki að vera hratt hlaup.  Stefnan tekin á að komast í mark og þá helst undir klukkutímanum…

Stilltum okkur upp frekar aftarlega í startinu og biðum eftir ræsingunni sem kom von bráðar.  Halarófan (metþáttaka, að mér skilst) mjakaðist hægt og rólega af stað og áður en ég vissi af var ég kominn á ágætis ról.  Gallinn var hinsvegar sá að fyrstu tvo kílómetrana voru birtuskilyrðin ákaflega döpur, engir ljósstaurar og ég þar að auki náttblindur dauðans.  Reyndi eins og ég gat að hafa bara augun á næsta manni og vonaði að ég færi ekki útaf stígnum eða stigi á hlauparana í kringum mig.  Tíndi Palla strax á fyrstu metrunum og hafði ekki hugmynd um hvort hann væri fyrir framan eða aftan mig.  Hafði svosem ekki áhyggjur af því enda nokkuð viss um að hann yrði langt á undan mér í mark…

Kom svo að göngubrúnni og þar voru loksins ljósastaurar sem voru auk þess með virkum perum sem gerðu það að verkum að ég sá, mér til mikillar gleði, að Palli var bara rétt fyrir framan mig.  Reyndi að halda tempo-inu upp brekkuna í átt að Efra-Breiðholtinu og sá þegar ég var kominn á efsta punkt að pace-ið var rétt undir 6:00 og framundan 5-6 kílómetrar niður brekkuna og tækifæri til að auka hraðann.  Náði Palla fljótlega og við hlupum saman alla leið niður að Stíflu þar sem ég ákvað að gefa aðeins í til að vinna upp smá tíma fyrir Rafstöðvarbrekkuna.  Neðst í dalnum var heildarpace-ið komið niður í 5:35 þannig að það var greinilega vel gefið í en þá var ég líka farinn að þreytast töluvert…

Ekki bætti úr skák að síðustu tveir kílómetrarnir voru svo allir á fótinn og þar að auki með ágætis mótvindi.  Mátti hafa mig allan við að halda dampi upp brekkuna og þurfti mikinn viljastyrk til að fara ekki að labba.  Þar fyrir utan fékk ég svo verk í mjóbakið upp brekkuna og hollningin á mér hefur líklega verið fremur dapurleg á þessum kafla enda missti ég nokkuð marga framúr mér.  Það rjátlaði svo aftur af mér eftir að ég var kominn undir brúnna aftur og ég reyndi að auka hraðann á ný en þá kom upp nýtt vandamál, krampi í vinstri kálfann.  Reyndi að harka mig í gegnum það og pína mig í að klára þetta.  Heildarpace-ið komið upp í 5:48 og þá var bara eitt að gera, klára þetta með sóma.  Var svo gríðarlega feginn þegar ég sá endamarkið blasa við og klukkuna sem sýndi 58 mínútur og einhverjar sekúndur að auki.  Renndi mér í markið og ‘byssutíminn’ minn sýndi 58:25 en væntanlega er hlaupatíminn eitthvað aðeins lakari þar sem ég setti úrið ekki í gang fyrr en ég fór yfir ‘official’ ráslínuna…

Hrikalega ánægður með að hafa látið hafa mig í þetta og á Palli miklar þakkir skildar.  Er líka gríðarlega sáttur við að finna að karlinn getur þetta ennþá og er eiginlega gáttaður á að tíminn var þó þetta góður miðað við hlaupaleysið undanfarið.  Næsta mál á dagskrá er svo bara Powerade II eftir mánuð og þá er ekkert annað í boði en að bæta þennan tíma… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: