A huge can of whoop-ass

Tók mig til í mars í fyrra og byrjaði að safna saman tenglum á ofurballöður því ég hafði í huga að gera lista yfir ‘bestu’ ofurballöðurnar (að mínu mati, auðvitað) til að sýna fólki að þrátt fyrir þéttan skeggvöxt og karlmannlegt yfirbragð þá væri ég mjúkur inn við beinið.  Svo varð, að sjálfsögðu, ekkert úr því en ég geymdi hinsvegar listann til betri tíma.  Sá tími er sennilega bara kominn því hér kemur listinn, í allri sinni dýrð og í engri sérstakri röð…

 1. Heart – Alone: Eina lagið sem er í ‘réttri röð’ því þetta lag er og verður alltaf númer eitt, hands down.  Wilson systur eru magnaðar, Nancy rokkar á gítarnum og Ann neglir sönginn.  Þessi útgáfa er heldur ekkert síðri en sú upprunalega…
 2. Bonnie Tyler – Total Eclipse of the Heart: Bonnie er alveg með þetta, massa lag, massa rödd…
 3. Guns N’ Roses – November Rain: Þeir sem hafa fengið rauða spjaldið á haustin þekkja þetta lag vel, kannski of vel…
 4. PM Dawn – (I’d) Die Without You: Uppáhaldslag Þór Bæring og eitt af mínum uppáhaldslögum líka, kannski ekki ofurballaða per se, en gott engu að síður…
 5. Extreme – More Than Words: Alvöru rokkara ballaða af bestu sort.  Mana fólk til að reyna að hlusta á eitthvað annað lag með Extreme, come on, I dare you!
 6. Eric Carmen – All By Myself: Áður en Celine Dion eyðilagði þetta lag þá gerði þessi gaur það frægt.  100% væmið, 100% klysja…
 7. The Cars – Drive: 80’s smellur eins og þeir gerast allra bestir…
 8. Phil Collins – Against All Odds: Það vill oft gleymast hvað Phil er góður laga- og textasmiður, þetta sannar það svo um munar…
 9. REO Speedwagon – Keep On Loving You: Heyrði þetta lag fyrst þegar ég sá The Last American Virgin á sínum tíma, eldist töluvert betur en sú annars ágæta ræma…
 10. Frankie Goes to Hollywood – Power of Love: Fólk má segja það sem það vill um FGtH en það er ekki hægt að neita því að þetta er þeirra langbesta (sumir myndu kannski segja: og eina góða) lag…
 11. Nazareth – Love Hurts: Að vísu cover lag en þar sem enginn kannast við útgáfu Everly bræðra þá hundsum við það bara alfarið enda stórgott lag í alla staði…
 12. Simple Minds – Don’t You Forget About Me: Meiri 80’s gleði og sennilega eitt af þessum 80’s lögum sem allir þekkja, ekki síst í ljósi augljósra tengsla við John Hughes og morgunverðarklúbbinn hans…
 13. Foreigner – I Want to Know What Love Is: Enn og aftur 80’s smellur, gerðu menn kannski bara betri lög í gamla daga?!?
 14. Chicago – Hard to Say I’m Sorry: Nei, sorry, tek þetta til baka, Peter Cetera er bara aðeins of mikið fyrir mig (átti annars ágæta spretti í Karate Kid 2)… 😀
 15. Journey – Open Arms: Hvar væri svona listi án Journey?  Enough said…
 16. Meat Loaf – (I Would Do) Anything for Love: Tjah, eða án Meat Loaf?!?  Maðurinn er auðvitað bara kóngur…
 17. Mr. Mister – Broken Wings: Aftur 80’s lag?  WTF?!?
 18. Queen – Who Wants to Live Forever: Eitt af þessum lögum sem geta kallað frá tár á hvarmi, Mercury sennilega besti söngvari allra tíma í þokkabót…
 19. Aerosmith – I Don’t Wanna Miss a Thing: Klárlega það eina góða við Armageddon (sem var mostly awful), Tyler er líka alltaf flottur…
 20. Guns N’ Roses – Don’t Cry: Með tvö lög á listanum?  Er þá hægt að segja að þeir séu konungar ballaðana?!?  One wonders… 😉

Og þar hafið þið það, 20 lög sem er fínt að vanga við á góðum degi (eða bara slæmum).  Örugglega fullt af lögum sem ég er að gleyma (endilega látið mig vita ef svo er), tek samt fram strax að Metallica er í straffi eftir allt Napster vælið, það nennir enginn að hlusta á væluskjóður (113 á kantinn).  Sama gildir um allt sem kemur frá Celine Dion, Mariah Carey eða Whitney Houston, fæ bara útbrot og ógeð ef ég hlusta á það breim… 😉

Over and out!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: