Je n’avais pas besoin de cette hypothèse-là

Talaði við píparann áðan og fékk meira af ‘gleðilegum’ tíðindum.  Enn að koma í ljós meira af rusli þarna í húsgrunninum og nú þarf að skipta út öllum flísum á allavega tveimur veggjanna.  Sagði mér basically að þeir yrðu ekki búnir fyrr en um miðja næstu viku.  Vona að tengdó verði ekki orðin alveg geðveik á okkur og leyfi okkur að vera allan tímann, annars þarf bara að taka stöðuna á múttu og sjá hvort hún hýsi okkur… 😉

Elín Dögg er svo ekkert að gera okkur auðvelt fyrir því hún hefur tekið upp á því að vakna alltaf rétt um sexleytið með tilheyrandi hávaða og þar sem við höfum ekki geð í okkur til að venja hana af því heima hjá tengdó þá neyðumst við bara til að fara á fætur með hana.  Afvenjunin er nefnilega basically að leyfa henni bara að grenja þangað til hún gefst upp og þó svo ég hafi þolinmæði í það þá efast ég um að tengdó hafi það.  Ætla allavega ekkert að láta á það reyna, vona bara að hún sofi lengur í fyrramálið…

Við bræðurnir hlupum sjö kílómetra á mánudaginn og það gekk eiginlega alveg glymrandi.  Tókum öfugan hring um Kársnesið þannig að við byrjuðum á því að fara yfir hæðina og svo útfyrir Kársnesið og til baka í Turninn.  Ákváðum að það væri betra að byrja á brekkunni frekar en að eiga hana eftir rétt í lokin, það var góð ákvörðun því á endanum tókst okkur að vera undir 6 mín/km að meðaltali.  Vorum einmitt að hlæja að því að á sama tíma í fyrra vorum við að hlaupa á ca. 7 mín/km sem þýðir mun upp á næstum klukkutíma ef við miðum við 55 kílómetra.  Hefðum rúllað þessum Laugavegi upp hefðum við haft rænu á því að hlaupa aðeins hraðar.  En c’est la vie… 😀

Og talandi um Bandaríkin, þá rakst ég á þetta og þótti frekar fyndið… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: