Everybody’s in the place…

Loksins kominn föstudagur og það meira að segja fyrsti föstudagur ársins 2011, hvorki meira né minna.  Ætla að njóta hans með því að fá tengdamömmu til að koma hingað eftir um klukkutíma (ish) og passa á meðan ég hendi mér á djammið (ish).  Hvert ferðinni er heitið er óvíst, hvernig ég kemst þangað er vitað (á bíl), hvað verður gert kemur á óvart og hvað ég verð lengi er sennilega auðsvarað (ekkert mjög).  Altént er markmiðið að reyna að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra, svo við segjum bara sem allra, allra minnst… 😉

Var furðu lítið harðsperraður í morgun þegar ég vaknaði og svei mér þá ef öll hreyfingin í vikunni hafi ekki bara verið til góðs varðandi boltann í hádeginu.  Allavega var ég langt frá því að vera eins slappur og ég hafði búist við fyrirfram og setti meira að segja stórglæsilegt mark, klipping beint í skeytin.  En það er víst auðvelt að tala um þetta án myndrænna sannanna, bendi samt þeim sem áhuga hafa að spyrja Gimma, hann átti sendinguna sem skapaði gleðina.  Verst var að þetta var sennilega eini ljósi punkturinn á annars döprum bolta, allavega hvað mitt lið varðaði, því við skíttöpuðum og það illa…

Konan er á næturvöktum alla helgina þannig að við Elín þurfum að finna okkur eitthvað til dundurs sem er ekki of hávaðasamt, þ.e. ef við ákveðum að vera heima.  Annars ætlum við bræður að henda okkur átta kílómetra á morgun, verður eitthvað spes, sérstaklega ef veðurspáin um -5° og 11 m/s stenst.  Ætli maður endi ekki með að brjóta odd af oflæti sínu og hlaupa inni á hlaupabretti, eins og það er nú leiðinlegt.  Betra að deyja úr leiðindum en verða úti, ekki satt? 😉

Var svo að sjá rétt í þessu að síðasta einkunnin mín var að detta í hús, 9.5 í Saga stærðfræðinnar, úh yeah!  Þá er meðaleinkunnin það sem af er dottin í 8.92 og 30 einingar komnar í hús.  Bara 90 einingar eftir, spurning hvort maður nái að halda þessari meðaleinkunn… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: