Bye bye Benitez!

Veit satt best að segja ekki hversu jákvætt það er að Benitez hætti/var rekinn frá Liverpool.  Ef eitthvað var þá var vera hans þar jákvæð fyrir önnur lið því hann kom þá í veg fyrir að Liverpool yrði eitthvað annað og meira en bara miðlungslið á Englandi.  Tímabilið í fyrra var auðvitað bara heppni sem og þessi sigur í Meistaradeildinni 2005, það sjá það allir sem vilja að gengi liðsins í vetur var ‘eðlilegt’ miðað við mannskapinn sem þeir hafa og að sjálfsögðu gleðst ég yfir þeirra óförum við hvert tækifæri.  En að öllu gamni slepptu þá er þetta auðvitað slæm þróun fyrir klúbbinn, handónýtir eigendur sem er að takast að koma honum í ruglið.  Vona bara heitt og innilega að það sama gerist ekki hjá United… :!

En já, það þurfti að koma til einhver stórtíðindi til að bloggvélin yrði aftur brúkuð og Benitez var semsagt nóg.  Það að Elín Dögg sé farinn að skríða eins og herforingi og líka farinn að standa upp nægði auðvitað ekki til.  Ekki heldur afmæli konunnar á dögunum eða ‘frábær’ árangur Íslands í Júgravisjón.  Sömuleiðis ekki úrslit kosninganna um síðustu helgi.  Nei, nei, Benitez hættir hjá Liverpool = Laddi bloggar.  Skrýtinn heimur sem við lifum í, ekki satt? 😉

Allavega, Elín Dögg er semsagt orðin svakalega dugleg í skriðinu og við Þórunn megum hafa okkur öll við að halda í við hana þegar hún fer af stað.  Hún er hriklega dugleg við að skríða undir alls kyns mubblur og jafnvel koma sér þannig í sjálfheldu sem þarf svo að bjarga henni úr.  En fyrir vikið er hún líka miklu duglegri að dunda sér sjálf, ekki furða þar sem hún getur loksins gert eitthvað annað en að liggja á bakinu, já eða maganum, og leikið sér við það sem henni lystir en ekki bara það sem var í seilingarfjarlægð.  Að vísu hefur hún ekki mikið nennt að leika sér undanfarna daga því allur hennar tími fer í að reyna að standa upp við líklegustu og ólíklegustu staði íbúðarinnar.  Er næstum farin að master-a þetta en er enn frekar völt á fótunum.  Þetta er samt allt á réttri leið auk þess sem tvistarnir eru reglulegir og með réttri áferð… 😉

Ég greiddi tvisvar atkvæði um síðustu helgi, fyrst fékk Besti flokkurinn atkvæðið mitt í Reykjavík og svo fékk Lena hin þýska atkvæði mitt í Júgravisjón og viti menn, báðir ‘aðilar’ unnu!  Má því kannski segja að ég hafi verið nokkuð sannspár um helgina en ljóst að mikilvægi þessara atkvæða er auðvitað töluvert frábrugðið.  T.d. er atkvæðið í sveitarstjórnarkosningunum vita gagnslaust á meðan hitt á aldeilis eftir að skila sér í framtíðinni.  Eða var þetta kannski öfugt?  Allavega svipuð umgjörð á hvoru tveggja, mikill glys og glaumur utan um lítið innihald.  Vonum bara að Besti standi við loforð sín um sjálfbæra gagnsæi og ísbjörninn í Húsdýragarðinn, þá er ég sáttur… 😀

Þurfti að vakna eldsnemma í morgun til að skutla pápa gamla út á völl.  Hann kom hérna föstudaginn síðasta til að vera við útför afa Þórhalls sem dó á hvítasunnudag.  Þessi vika hefur því verið frekar endasleppt hvað vinnu varðar með tilheyrandi jarðarför og kistulagningu auk þess sem ég tók mér frí á þriðjudaginn til að dekra við Þórunni á afmælinu hennar.  Ekki það að Elín Dögg sá svosem um að ég fékk lítinn svefn í nótt með því að vakna í tíma og ótíma með gargi og látum eins og henni einni er lagið.  Þurfum eitthvað að taka á þessum agavandamálum í skvísunni, er orðin helst til ‘ákveðin’ (ekki frek, nb) og lætur alveg vita þegar hún vill eitthvað eða vill EKKI eitthvað.  Tökum á þessu í næstu viku, þýðir ekkert að gera það um helgina þar sem við erum að fara í bústað með Palla og Kaju upp í Skorradal og stefnum á allsherjar afslöppun þar með hlaupaívafi enda þurfum við bræðurnir að hlaupa 26 kílómetra á sunnudag, bara létt…

Höfum annars verið helvíti duglegir í hlaupunum undanfarið, hlupum 22 kílómetra á hvítasunnudag og eins og áður sagði er stefnt á 26 kílómetra á sunnudag.  Svo 29 kílómetra helgina þar á eftir og svo 32 eftir tvær vikur.  Allt að gerast, semsagt!  Nema hvað að Laugavegurinn er víst allur þakinn í ösku og drullu þannig að það getur alveg verið að allur undirbúningurinn hafi verið til einskis.  En þá getum við allavega huggað okkur við það að við erum komnir vel á veg með undirbúning fyrir LV2011 eða bara maraþonið í ágúst… 😉

Og að lokum: No homo!

Auglýsingar

One response to “Bye bye Benitez!”

  1. Þóra Marteins says :

    kvitt kvitt. Gaman að sjá þig í gær frændi þó stutt væri 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: