TGIF!

Sit í þessum skrifuðu orðum í tölvustofu í miðrými á neðstu hæð Ölduselsskóla. Í tölvustofunni eru nemendur 10. bekkjar að leysa stærðfræðiþrautir í gegnum rasmus.is (skemmtilegt nafn) og ég er í raun bara hérna til að fylgjast með þeim og aðstoða ef þarf.  Á eftir er svo náttúrufræði í 8. bekk þar sem fyrst er smá könnun og svo eiga þau að horfa á heimildamynd um birni.  Semsagt, gríðarlega spennandi dagskrá framundan hjá mér! 😀

Eftir kennsluna verður svo skundað í vinnuna og reynt að sinna henni eitthvað líka, hef svosem alveg nóg að gera þar, eiginlega of mikið að gera.  En þá er einmitt afskaplega heppilegt að það sé að koma helgi og ég geti þá slappað af í tvo heila daga!  Þórunn og Elín Dögg verða sennilega himinlifandi með það, ef ég þekki þær rétt… 😉

Svo voru víst vesalings prestarnir eitthvað að væla (spurning um að benda þeim á vælubíllinn.is) yfir frumvarpinu um hjúskaparlögin.  Ég spyr bara:  Hver spurði þá eiginlega álits?!?  Ef þeir geta ekki fellt sig við (væntanleg) lög landsins, nú þá verða þeir bara að brjóta þau og taka afleiðingum þess.  Það að hér sé þjóðkirkja gefur henni nákvæmlega engan rétt til að hlutast til um hvaða lög eru sett sem gætu mögulega haft áhrif á starfsemi hennar.  Skil að vísu ekki heldur af hverju samkynhneigðir hafa áhuga á að fá blessun frá stofnun sem vill ekkert með þá hafa, en það er önnur saga… 😉

Í kvöld verður aftur tekinn upp sá góði föstudagssiður að henda í pizzur.  Í tilefni af því buðum við tengdó, mágkonu nr. 3 og afanum að koma og kjammsa á þeim með okkur.  Verst að Útsvarið skuli vera búið, annars yrði þetta alveg eftir bókinni… 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: