Föstudagsslaki

Við hjónin sitjum núna í mestu makindum og erum að glápa á úrslitaþáttinn í Útsvarinu.  Leiðinlegt að segja það en maður neyðist eiginlega til að halda með Garðabæ þar sem Svanhildur Holm er svo hrútleiðinleg að hún slagar hátt í Kalla peð (eða biskup) á leiðindaskalanum.  En allavega, ég henti mér út í ísbúð fyrir þáttinn til að gleðja eiginkonuna, hún þiggur ís með heitri súkkulaðisósu frekar en blómvönd any day!  Og þar sem ég bjó til pizzu í gær kom ég við í Fiskiprinsinum á leiðinni heim og keypti rándýrt sushi sem þó rann gríðarlega ljúflega niður.  Semsagt, alvöru föstudagsgleði á þessum bæ! 😀

Talandi um sushi.  Jonni hringdi í mig í vikunni til að athuga hvort ég væri ekki til í að koma með honum og Runa á sushigerðarnámskeið í næstu viku.  Fannst þetta eiginlega stórgóð hugmynd þannig að ég sló til og hér eftir verður bara heimagert sushi á þessu heimili.  Spurning hvort það margborgi sig ekki einmitt að gera þetta sjálfur, allavega finnst mér 3000 kall fyrir 20 bita ótrúlega dýrt og það er þó með því ódýrasta sem maður finnur í Reykjavík…

Ég gæti svo hafa gert ákveðin mistök þegar ég opnaði á það að Ölduselsskóli mætti hafa samband þegar það vantaði í forföll.  Fékk einmitt símtal fyrr í dag frá starfsmannastjóranum þar því það vantar víst kennara í forföll fyrir hádegi á mánudag.  Og það sem meira er, hann hafði frétt af því að ég hefði búið í Skandinavíu undanfarin sjö ár þannig að það væri tilvalið að fá mig í forfallakennslu í dönsku!  Sagði nú strax að þó svo ég hefði búið í Danmörku í sex ár þá væri ég nú bara ekkert sleipur í dönskunni en að sjálfsögðu myndi ég standa við gefin loforð.  Þannig að á mánudagsmorgun mun ég kenna óhörðnuðum Seljahverfisunglingum dönsku eins og enginn sé morgundagurinn, vær så god! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: