Feðginakvöld

Sit hérna einn frammi í eldhúsi/stofu.  Elín Dögg er steinsofandi í einhverri af sínum ótrúlegu kleinustellingum, ótrúlegt hvernig hún nær að snúa uppá sig og samt líða vel.  Ótrúlegast er þó hvernig henni tekst alltaf að draga sængina yfir haus en þó skilja alltaf eftir ‘öndunargat’.  Allavega, erum ein heima þar sem móðirin henti sér í saumaklúbb, í fyrsta skipti í langan tíma.  Er að nýta tækifærið til að hreinsa út í inbox-inu mínu (svaka fjör) og glápa á drasl sem ég veit að Þórunn hefur ekkert gaman af.  Núna kemur sér vel að hafa fjárfest í þessum þráðlausu heyrnartólum… 😉

Er með nettar harðsperrur frá í gær.  Á það eiginlega skilið eftir alla letina, ætla klárlega ekki að láta þetta koma fyrir aftur og fer aftur að hlaupa um helgina.  Svo er það bara harkan átta í næstu viku og 22 km um aðra helgi, þar til annað kemur í ljós.  Er eiginlega pínu feginn að Þórunn hafi farið í saumó því annars hefði ég neyðst til að fara á fótboltaæfingu í kvöld og það hefði bara verið púten.  Fínt að hafa afsökun fyrir að vera heima.  Er auk þess að fara í fótbolta í hádeginu á morgun þannig að þetta sleppur…

Annars hefur verið brjálað að gera í vinnunni undanfarið.  Þó ekki svo brjálað að við bræðurnir höfum ekki tekið tíma í smá fússball á borðinu hans Eika (sem hann fær aldrei aftur, btw).  Eftir hörku keppni síðan í október er staðan jöfn, 0-0 (teljum semsagt bara hversu mörgum sigrum maður er yfir/undir).  Spurning um að ná loksins að komast yfir á morgun, hefur ekki gerst síðan einhvern tímann í október… 😉

Má svo til með að deila þessu með ykkur.  Veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa þessu, þetta er bara of steikt…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: