Nokkur skýr í dag

Vorum að koma heim úr matarboði hjá Palla og Kaju.  Var að vísu frekar óhefðbundið því það fór fram á tveimur stöðum, aðalrétturinn heima hjá Buddu og svo eftirrétturinn heima hjá þeim.  Þetta var að vísu ekki fyrirfram ákveðið fyrirkomulega heldur var þetta af illri nauðsyn því helluborðið hjá þeim bræddi úr sér á meðan þau voru að elda og því ekkert annað að gera en að fara eitthvert þar sem var helluborð í lagi.  Þetta gerði matarboðið bara enn skemmtilegra, gaman að hafa smá ófyrirséð twist í þessu, viðeigandi í tilefni dagsins… 🙂

Komum úr bústaðnum rétt eftir hádegið.  Þar var mikil og góð afslöppun, spilaður Kani fram undir nótt og svo bara setið og spjallað eða legið og letast, bara verst að þetta var bara ein nótt.  Að vísu lentum við í smá hremmingum á leiðinni uppeftir, mátti litlu muna að illa hefði farið.  Ég keyrði semsagt á eftir Runa því ég vissi ekki hvar ætti að beygja útaf Vesturlandsveginum.  Svo sé ég að hann gefur stefnuljós og ég geri bara slíkt hið sama.  Gallinn var bara að á eftir mér var fólksbíll, alveg í rassgatinu á mér og svo trukkur í rassgatinu á honum og þeir þurftu auðvitað báðir að hægja á sér líka.  Runi beygir svo til vinstri inn á afleggjarann en þegar ég ætla að gera slíkt hið sama sé ég í hliðarspeglinum að það kemur bíll á öfugum vegarhelmingi á blússandi siglingu og ætlar framúr lestinni sem hafði stoppað fyrir aftan mig.  Ég rétt náði að bremsa til að fara ekki fyrir hann en þegar ég svo fer af stað er annar bíll í sama ruglinu og ég rétt náði að gefa í botn og inn á afleggjarann áður en hann skall inn í hliðina á okkur.  Er ekki frá því að hjartað hafi tekið nokkur aukaslög þarna og það sama var uppi á teningnum hjá Runa sem varð vitni að þessu öllu saman.  Ef einhvern tímann hefði verið tími á einn kaldan, þá var það eftir þetta.  Fékk mér bara kalda kók í staðinn… 😀

Á morgun verður svo bara leti af fullum þunga.  Glápum sennilega á nokkra þætti af Krøniken sem við erum alveg dottin inní, mæli eindregið með þessu fyrir þá sem hafa ekki séð þetta.  Og að lokum, smá Stjörnustríðsgrín (auðvitað bara fyrir alvöru nörda)… 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: