Dymbill?

Náði að koma sjálfum mér á óvart í dag, sem gerist sorglega sjaldan.  Það sem kom svona gríðarlega á óvart var hversu duglegur ég var að vinna og jafnframt í leiðinni hvað það skilaði í raun litlu.  Ætlaði mér að klára tvo hluti en náði eiginlega að klára hvorugan þrátt fyrir að hafa setið við frá átta til hálf fimm nánast án hvíldar.  Kannski er ég bara svona lengi að gera hlutina, hlutirnir taka lengri tíma en ég hélt eða góð blanda af hvoru tveggja.  Allavega ljóst að það þarf aldeilis að girða í brók og spýta í lófa á morgun til að klára það sem er útistandandi fyrir páska.  Heppilega er það rétt sem þeir segja, vinnan göfgar manninn… 😉

Fermingarveislur helgarinnar sitja talsvert í manni svona á mánudegi.  Heppilega er ég að fara í fótbolta á eftir þar sem ég get hlaupið hluta af veitingunum af mér.  Svo verður restin bara að fara á miðvikudaginn þegar ég byrja á nýrri hlaupaþríviku (þrjár vikur af stigvaxandi hlaupum), 11km þá og svo 22 á laugardaginn.  Ef ég hef þetta af á laugardaginn er ég þá jafnvel búinn að vinna inn einhverjar kalóríur sem ég get notað í páskaegg, þ.e. ef það verður ekki eitthvað sukk fram að því, þá verður það bara tæklað eftir páska (eða bara ekki)… 😉

Elín Dögg stækkar bara og dafnar.  Tvistaði víst þrisvar í dag, að sögn móður hennar, sem er nýtt Íslandsmet í Elínartvisti með frjálsri aðferð.  Að vísu er hún farin að vakna ótæpilega á nóttunni aftur, foreldrunum til lítillar gleði en það verður tekið á því næstu nætur.  Vorum einmitt að henda henni í rúmið núna, óvenju snemma að vísu, enda orðin skítþreytt eftir daginn, svaf lítið sem ekkert eftir hádegið.  Spurning hvort það muni svo koma í bakið á okkur í nótt, verður bara að koma í ljós en ef ég þekki mína rétt þá verður örugglega nett fjör hjá skvísunni, spái að hún verði byrjuð með vesen strax uppúr miðnætti… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: