Sapat?

Dagurinn í dag var frekar óvenjulegur.  Fór af stað rétt fyrir níu á fund niðri í Borgartúni og var svo kominn aftur heim á Kleppsveginn klukkan ellefu.  Þá fór Þórunn af stað í leiðangur út á Álftanes með Elínu Dögg að heimsækja vinkonu sína á meðan ég vann heima.  Svo kom hún heim aftur, skildi Elínu Dögg eftir og skellti sér í klippingu niður í Laugar.  Þegar hún svo kom heim fórum við saman í leiðangur út í Háskóla þar sem ég kíkti á það sem er í boði í framhaldsnámi.  Eftir það skutlaði ég svo Þórunni heim og fór aftur niður í bæ á Tapas barinn, í annað sinn á innan við mánuði.  Var reyndar boðið þangað af fyrirtæki sem ég hef verið að vinna fyrir undanfarið og ekki segir maður ‘nei’ við svoleiðis boði.  Þaðan var svo brunað beint á æfingu og tapas-ið hlaupið af sér aftur.  Semsagt, mikil og þétt dagskrá í allan dag, heppilega verður dagurinn á morgun með mun hefðbundnara sniði…

Að vísu verður smá breyting útaf venjunni því að annað kvöld þarf ég að gera mér ferð vestur til Keflavíkur að sækja mann þann er við gamlan er kenndur.  Karlinn er semsagt að koma heim yfir páskana og þar sem ég er nú á bílnum hans er eiginlega basic að ég sæki hann út á völl.  Ekki það að það er nánast ódýrara (tími + bensín) að láta hann bara taka rútuna og sækja niður á Loftleiði, en sénsinn að karl föður minn mundi nokkurn tíma taka það í mál… 😉

Annars er þessi færsla bara til að tryggja það að ég missi ekki út daginn, var eiginlega búinn að steingleyma að henda inn einhverju bitastæðu.  Ég lofa að reyna að gera betur á morgun (famous last words)… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: