Júllu júlí!

Er gríðarlega hrifinn af þessum þemamánuðum sem eru að tröllríða landanum um þessar mundir.  Verð þó að viðurkenna að það stóð aldrei til að taka þátt í mottu-mars þar sem ég hef prófað að raka allt í burtu nema mottuna og það kom það hrikalega vel út að ég ákvað að það skyldi enginn fá að njóta þess nema ég.  Ég mun hinsvegar taka þátt í alskeggs-apríl af fullum krafti enda ekki rakað mig með sköfu í rúmlega tvö ár, þarf semsagt actually ekkert að gera til að taka þátt annað en að gera það sama og ég hef gert hingað til, nákvæmlega ekki neitt.  I like that… 😉

En svo byrjar fjörið í sumar þegar það verður júllu-júlí, þá munu skvísur um allt land flagga túttum um allan bæ, karlmönnum til mikillar gleði.  Til að hita upp fyrir þá gleði er rétt að benda fólki á þetta myndband.  Verst að það er búið að banna fólki (lesist konum) að vera topplausar í sundlaugum Reykjavíkur þannig að maður verður líklega bara að fara niður á Laugaveg eða í Kringluna til að bera melónurnar augum.  Hinsvegar nær gleðin hámarki undir lok árs þegar við komumst í nakin-nóvember.  Eða frekar, gleðin hefði náð hámarki þá ef Alþingi hefði ekki tekið sig til í gær og bannað nekt með öllu.  Kannski öllum fyrir bestu enda er maður í sömu vandræðum og þessi náungi.  Það hlýtur þá væntanlega að þýða að júllu-júlí sé out líka, oh man! 😦

Verðum þá í staðinn að gleðja okkur með því að skoða þessa gleði eða bara horfa á gömul XXX Rottweiler vídeó frá því fyrir allt þetta bannstand.  Þá voru menn eins og Ron Jeremy boðnir velkomnir til landsins, í dag er þeim snúið við í Keflavík eins og öðrum perrum…

Steingleymdi að minnast á það að um daginn (20. mars) var vorjafndægur.  Þau tímamót marka einmitt upphaf vorsins þannig að officially er veturinn búinn, allavega svona í orði.  Megum væntanlega búast við snjókomu um páskana, annað væri óeðlilegt en engu að síður er vorið loksins komið, húrra!!! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: