Allt að verða vitlaust?

Ætla að brjóta aðeins upp mynstur síðustu daga og vikna og blogga um eitthvað allt annað en sjálfan mig og mína nánustu.  Var þó fyrir löngu búinn að heita því að skrifa aldrei neitt um stjórnmál og ætla að reyna að halda mig það loforð.  Ekki það að miðað við hvernig stjórnmálin á Íslandi eru þessa dagana þorir maður varla að spyrða sig við nokkurt ‘lið’ á Alþingi, þetta eru allt bölvaðir grautarhausar.  Og þetta verða lokaorð mín um stjórnmál, punktur (en samt sennilega ekki)… 😉

Það voru miklar gleðifréttir sem blöstu við mér þegar ég fór á daglega fréttaflakkið í morgun.  Sá að góðvinur okkar allra, hann Gunnar er við Krossinn er kenndur, og yfir ristilskolari Íslands, Jónína Ben, tóku sig til um helgina og létu pússa sig saman.  Spurning hvort þau láti þá loksins verða af því að sameina gróðramaskínur sínar í nýtt fyrirtæki, Holy Shit hf.  Að vísu benti góðvinur minn, hann Matthías, á skemmtilegt biblíuvers þessu tengt.  Spurning hvort biblíuna eigi bara að túlka bókstaflega þegar það á við um aðra en Gunnar sjálfan, allavega ljóst að hann þarf í framhaldi af þessu að endurskoða meinta bókstafstrú sína, hræsni much…? 😉

Svo eru það blessaðir flugvirkjarnir.  Lifa auðvitað á sultarlaunum á þessum krepputímum og ég get alveg vel unað þeim að vilja launahækkun, það vilja það sennilega flestir.  En að fara að halda því fram að verkfallsréttur sé mannréttindi er frekar brenglað.  Hvað með ‘mannréttindi’ þeirra sem verkfallið hefur áhrif á?  Eru það þá ekki alveg eins ‘mannréttindi’ að verða ekki fyrir barðinu á verkfalli?  Eru ‘mannréttindi’ kennara um að mega fara í verkfall fyrir hærri launum rétthærri ‘mannréttindum’ nemenda til náms?  Don’t really think so.  Tala nú ekki um þegar að ákveðnar stéttir (læknar og hjúkrunarfræðingar t.d.) hafa ekki einu sinni þennan rétt að fullu leyti.  Þá eru nefnilega ‘mannréttindi’ sjúklinganna rétthærri.  Þetta er nú ljóta bullið… 😀

En að léttara hjali.  Sigríður mágkona sendi mér tengil á þennan píanósnilling, sérdeilis skemmtilegt.  Svo er þessi ‘auglýsing’ nokkuð góð, loksins komin auglýsing sem segir manni sannleikann!  Svo eru hérna tvíburar (eða mjög líkir bræðir (eða skugglega líkir félagar)) að syngja og spila syrpu af sjónvarpsþáttastefum, virkilega vel gert.  Svo er hérna skilti hjá einhverju tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum, veit ekki með ykkur en ég get ekki með nokkru móti séð mús útúr þessum belli þarna!  Og svo í blálokin, í tilefni af yfirstandandi eldgosi, ljósmynd sem var tekin í Surtseyjargosinu á síðustu öld, ótrúlega flott mynd… 🙂

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: