Föstudagur til flatböku

Var að enda við að klára fyrsta fasann í föstudagsrútínunni, enda í deigið sem þarf núna að hefast í 30 mínútur.  Eftir það verður það flatt út, þakið með Hunt’s flatbökusósu, svo flatbökuostur, svo piparróni, svo skinka, svo ananasbitar, klípur af hreinum rjómaosti og að lokum smá flatbökukrydd.  Þetta fer svo í 200 gráðu heitan ofninn í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er orðin vel bráðinn og endarnir svona alveg við það að fara að brenna.  Eftir það er góðgætið tekið úr ofninum, skorið í sneiðar og svo bara bon appétit! 😀

Mjög heppilegt að ég skuli ætla að setja ofan í mig svona mikið af kolvetnum, veitir ekki af að carbload-a vel fyrir morgundaginn því þá er ætlunin að leggja 19 kílómetra að baki á tveimur jafnfljótum, helst á sæmilegum hraða.  Við Palli erum búnir að ákveða að hittast efst í Elliðaárdalnum og taka svo hring um Breiðholtið og enda svo heima hjá honum aftur, ég þarf svo væntanlega að taka smá aukarúnt heim til mömmu til að fylla alveg upp í þessa 19 kílómetra, höfum bara áhyggur af því þegar þar að kemur, kannski maður ætti frekar að hafa áhyggjur af því að komast af stað og ná yfirhöfuð heim til Palla, spyrjum bara að leikslokum… 😉

Við ætlum svo að hafa það náðugt í kvöld, horfa á Útsvarið og jafnvel eitthvað fleira skemmtilegt, borða flatböku með og bara almennt slaka á, maður á það svo sannarlega skilið svona á föstudegi, ekki satt? 😉

Auglýsingar

2 responses to “Föstudagur til flatböku”

  1. Mágkona #1 says :

    Þú ert dúllurass

  2. bluebottle says :

    Ofninn á að vera við 220 gráður að sjálfsögðu 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: