Sushi?

Við hjónin ætluðum að fá okkur sushi á laugardaginn.  Komumst að því að það er ekkert auðvelt á þessu landi.  Eða jú, kannski ekkert endilega erfitt en bara alls ekkert ódýrt!  Komum við á Sushismiðjunni þar sem okkur bauðst að kaupa 18 stykkja bakka á næstum fimm þúsund gengisfelldar íslenskar krónur.  Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það rán fyrir smá hrísgrjón með fiskulufsu ofaná.  Heyrðum svo af því að það væri annar staður á Laugaveginum sem væri eitthvað ódýrari.  Þórunn skellti sér þangað inn klukkan 17:55 (já, klukkan skiptir máli) og ætlaði að panta 24 stykkja bakka.  Fékk þá þau svör að hann yrði fyrst tilbúinn klukkan átta, jafnvel seinna.  Klárlega ekki ‘skyndibiti’ þar á ferð.  Að sjálfsögðu nenntum við ekki að bíða eftir því eða gera okkur aðra ferð niður í bæ þannig að við fórum bara heim og fengum okkur brauð og súrmjólk.  Sushi verður bara að bíða betri tíma…

Ég er eiginlega alveg dauður eftir helgina.  Það er fyndið í ljósi þess að helgarnar eiga að vera sá tími vikunnar sem maður slakar á og safnar kröftum fyrir virku dagana.  En hlaupin á laugardaginn og fótboltinn í gær gerðu það að verkum að helgin var erfiðasti hluti vikunnar.  Ljóta ruglið á manni!  Og til að toppa það fór ég frekar seint að sofa í gær og gerði þar með daginn í dag enn erfiðari.  En það þýðir svosem lítið að væla yfir þessu, sérstaklega þar sem það er fótbolti í kvöld.  Get tekið afslöppun á morgun í staðinn (eða bara ekki)…

Fórum í mat til tengdó í gær.  Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að tengdapabbi náði að gera Elínu Dögg nánast sturlaða af gleði.  Var að leika við hana með einhverja tuskudúkku í hönd og sú stutta skríkti af gleði af þvílíkri innlifun að ég hef sjaldan séð annað eins.  Þegar við vorum svo á leiðinni heim um áttaleytið var hún svo gjörsamlega búin af öllum hamaganginum að hún steinrotaðist af þreytu þegar heim var komið og svaf vært þangað til í morgun.  Var svo bara hin hressasta þegar ég dreif mig af stað í morgun, búin að vekja móður sína, klár í nýjan dag… 🙂

Og í lokin, smá prestagrín… 😉

Auglýsingar

One response to “Sushi?”

  1. Mágkona #1 says :

    Það er auðveldast í heimi að gera sushi sjálfur!!! Er alltaf að því! Skora á ykkur að gera það næst. Klárlega skemmtilegra og þokkalega klárlega ódýrara.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: