Slakur sunnudagur

Gærdagurinn var gríðarlega rólegur, allavega eftir að við komum úr barnaafmælinu.  Ekki það að það var bara nokkuð gaman þar, bara töluverður hávaði og ærsl og læti og við erum meira fyrir rólegheitin hér á þessum bæ.  Það var því algjörlega meðvitað sem við lögðumst bara fyrir framan sjónvarpið í gær og gláptum á Gettu betur og svo restina af íslensku tónlistarverðlaununum.  Gettu betur var gríðarlega lítið spennandi, mesta spennan var í því hvort MR-ingarnir næðu að toppa sjálfa sig í hroka.  Er ekki frá því að þeim hafi tekist það.  Vil taka fram að mér er slétt sama hver vinnur keppnina, þoli bara ekki þegar menn eru of góðir með sig eins og þessir MR-pjakkar gera sig seka um.  Það er allavega ekkert skrýtið að maður haldi alltaf með þeim sem MR keppir á móti… 😉

Við ætluðum í rauninni að horfa á íslensku tónlistarverðlaunin og ná svo Gettu betur í endursýningu í dag en þetta var bara svo hrútleiðinlegt að við skiptum snarlega yfir á RÚV og rétt misstum af hraðaspurningum hjá ME, kom lítið að sök.  En við skiptum svo aftur á ÍTV eftir keppnina og sáum Hjaltalín taka við verðlaunum fyrir Terminal og svo spila eitt lag.  Spurning um að einhver láti Högna vita af því að síða hárið er EKKI að gera sig.  En hljómsveitin sjálf er flott (fyrir utan hárið) og vel að þessu komin.  Geri svo bara ráð fyrir að Moses Hightower verði með í baráttunni að ári… 😉

Litla skvísan svaf í 10 tíma samfleytt í nótt, öllum til mikillar gleði.  Ég fór svo framúr með hana í morgun og leyfði henni að ærslast pínu.  Þegar hún fór svo út í vagn dreif Þórunn sig niður í Laugardal í sund og ég nýtti tækifærið og ákvað að koma henni á óvart með því að gera eina hlutinn sem hún myndi aldrei láta sig dreyma um að ég gerði á meðan, henti upp síðustu gardínunni.  Þórunn stökk líka næstum hæð sína í loft upp af gleði þegar hún kom heim enda langþráður draumur hennar að koma upp þessari helv…. gardínu.  Það má þá stroka það út af TO-DO listanum.  Ef ég þekki Þórunni samt rétt finnur hún núna bara eitthvað annað til að setja á listann í staðinn… 😉

Plan dagsins:  Vakna snemma með Elínu Dögg (done), henda upp gardínu (done), fara í fótbolta (pending), matur hjá tengdó (úh, baby), afslöppun to the max (ójá!)

Auglýsingar

2 responses to “Slakur sunnudagur”

  1. Frúin says :

    Heyrðu, man eftir einu mjög mikilvægu á listanum…festa hillurnar og geisladiskastandana við vegginn!
    Svo geturðu farið að hlakka til áframhaldandi „babyproof-ing“ ;o)

  2. Mágkona #1 says :

    Moses? Uh JÁ!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: