A running fool

Elín Dögg svaf eins og rostungur í nótt, fékk smá ábót klukkan 22:00-ish og svaf svo bara vært til klukkan 5:30.  Ég vaknaði að sjálfsögðu ekkert við það en vaknaði hinsvegar um hálf átta, dreif mig á fætur og fékk mér smá morgunmat.  8:23 var ég svo mættur hérna fyrir utan blokkina, í hlaupagallanum og hélt á vit ævintýranna með hlaupaskóna á fótunum.  Tveimur tímum síðar var ég svo kominn aftur að blokkinni, búinn að leggja að baki rétt rúmlega 17 kílómetra (með stoppum, nb (þar af einni klósettferð í Háskólanum)).  Hljóp semsagt í gegnum Laugardalinn, að Miklubrautinni, yfir hana, undir Reykjanesbrautina (tvisvar) inn í Fossvogsdalinn, þaðan að Reykjavíkurvegi, yfir hann og stiginn inn í Nauthólsvík, áfram að Skerjagarðinum, inn Suðurgötuna, framhjá Háskólanum, í gegnum miðbæinn, að Svörtuloftum og svo Sæbrautina aftur að Kleppsvegi 62.  Nokkuð góður hringur, ekki satt? 🙂

Að vísu var þetta drullu erfitt og þar spilar auðvitað inn í að ég hljóp á miðvikudag og fór svo í ansi hressilegan fótbolta bæði í gær og fyrradag.  Fyrstu 3-4 kílómetrana var ég gjörsamlega að drepast úr þreytu og leiðindum og það vantaði ekki mikið uppá að ég hefði hringt í Þórunni og beðið hana bara að sækja mig.  En ég lét mig hafa þetta og þegar ég var orðinn vel heitur var þetta strax auðveldara.  Auðvelt var þetta hinsvegar ekki og ég er strax farinn að ‘hlakka’ til næsta laugardags þegar ég þarf að leggja 19 kílómetra að baki.  Spurning um að hafa sjúkrabíl til taks þá… 😉

Þórunn ákvað í vikunni að byrja að gefa Elínu Dögg graut í hádeginu líka og ég er ekki frá því að henni líki það bara nokkuð vel.  Allavega sefur hún betur eftir hádegið fyrir vikið.  En öskrin halda samt áfram, er einmitt núna í hoppirólunni, orðin þreytt og þá lætur hún okkur vita að hún nenni ekki lengur að hoppa með því að henda sér í háa C-ið.  Skerandi og gott hljóð sem hvaða sópran sem er myndi vera stolt af.  En þá er bara eitt til ráða, henda henni í útigallann og út í vagn, basic… 😉

Auglýsingar

4 responses to “A running fool”

 1. Mágkona #1 says :

  Hvernig ertu í hnjánum þegar þú hleypur svona mikið? beyond me.

 2. laddi says :

  Hnén eru í fínu lagi, það er hinsvegar verra með ‘nuddsárin’ sem ég fæ í innanverð lærin, þau svíða eins og enginn sé morgundagurinn! 😀

 3. bluebottle says :

  Bara að bera nóg af koppafeiti á lærin. Svínvirkar (svínafeiti mjög góð líka) 😀

  Strangely enough þá er ég búinn að hlaupa meira en þú í mánuðinum (í fleiri ferðum reyndar ;))

 4. เกมส์ says :

  Hey, you have a great blog here! I’m definitely going to bookmark you! Thank you for your info.And this is เกมส์ site/blog. It pretty much covers ###เกมส์## related stuff.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: