Miður dagur

Elín Dögg datt aftur í rútínuna sína í nótt þannig að síðasta nótt var greinilega (eða vonandi) undantekningin á meðan nóttin í nótt er reglan.  Ég að vísu hef ekki hugmynd hvernig þetta gekk allt fyrir sig því ég var ekki kominn heim fyrr en hálf tvö í nótt, hékk á þessum aðalfundi langt fram á nótt við allskonar skraf og ráðagerðir.  Fyndið að stíga svona aftur í tímann (eiginlega ekki hægt að orða það öðruvísi) því það hefur afskaplega lítið breyst frá því ég var sjálfur að standa í þessu á sínum tíma.  Sami staðurinn, sömu vandamálin en nýtt fólk.  Kannski ágætt að sumt breytist lítið… 🙂

Dreif mig í hlaupagallann í hádeginu og henti mér út í rigninguna.  Lagði að baki ellefu kílómetra í svokölluðu ‘speedwork’ þar sem byrjað er á léttri upphitun, svo teknir þrír 1600m sprettir með 800m léttu skokki inni á milli áður en endar er á léttri niðurhitun. Verð að viðurkenna að þetta var alls ekkert auðvelt og ég þurfti nokkrum sinnum að stoppa til að kasta mæðinni og teygja aðeins. En þar sem ég ‘skrópaði’ í síðasta miðvikudagshlaup átti ég bara skilið að pína mig svolítið í dag í staðinn. Lít þá svo á að ég og hlaupin séum kvitt í bili… 😉

Er svo alvarlega að hugsa um að henda mér heim og segja þetta bara gott í dag.  Svo verður jafnvel bara lítið sem ekkert gert það sem eftir lifir dags.  Við hjónin setjumst kannski niður og horfum á American Idol en það verður líka það allra mesta sem gert verður.  Áður verður þó litla skvísan fóðruð, sett í náttfötin og tannburstuð áður en henni verður grýtt í bælið, halda í hefðirnar.  Væri eiginlega mest til í að henda mér sjálfur í rúmið á sama tíma, aldrei að vita nema maður láti bara verða af því… 😀

Auglýsingar

One response to “Miður dagur”

  1. Mágkona #1 says :

    Hi hi. Pabbi gamli.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: