Dagur án þess að farið sé í laugar…

Öllum plönum um hlaup var slegið á frest vegna veðurs.  Hefði svosem alveg getað drifið mig út í rokið og rigninguna og pínt mig þessa 14 kílómetra sem ég hafði ráðgert að hlaupa.  En til hvers að gera það þegar ég get bara verið heima fyrir framan sjónvarpið í þægilegum fötum, liggjandi í leti?  Eiginlega er þetta gríðarlegur aumingjaskapur í manni, en come on, maður, live a little! 😀

Fórum og kusum áðan.  Var eiginlega stórskemmtilegt þar sem við áttum að kjósa í Ölduselsskóla og svo skemmtilega vildi til að okkar kjördeild var í stofu sem ég var í þegar ég var í 4. eða 5. bekk.  Að sjálfsögðu hrúguðust yfir mig fullt af skemmtilegum minningum og ég gat bent Þórunni á hvar ég hafði gert hitt og þetta á meðan ég eyddi æskunni í grunnskóla.  Og þar sem við vorum á annað borð stödd í Seljahverfinu þá kíktum við á múttu sem sagði okkur frá því að Harry og Heimir, sem hún sá í gær, hefði verið stórskemmtilegt…

Það vill einmitt svo skemmtilega til að ég er að fara í leikhús í kvöld klukkan sjö gagngert til þess að sjá nákvæmlega sömu sýningu.  Er að fara með Palla bróður, Eika & Láru og Gimma & Svönu.  Eftir leikhúsið ætlar hersingin svo að fara á Tapas barinn og fá sér eitthvað í gogginn.  Ef maður þekkir liðið rétt verður svo eitthvað djamm fram á nótt.  Ætli maur stingi samt ekki af fyrir miðnættið, hef aldrei verið þekktur fyrir að vera mikill djammari… 😉

Og að lokum, heimskir Ameríkanar… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: