Dagur hinnar litlu föstu…

Sennilega var það afleiðing þess að Elín Dögg hefur sofið eins og elgur undanfarnar nætur, sofnað klukkan átta og svo ekkert (eða lítið) rumskað fyrr en um sex sem gerði það að verkum að ég glaðvakni í morgun klukkan 5:15!  Skellti mér bara í föt og náði að vinna svolítið áður en ég fór í klippingu klukkan níu, svo smá vinna, fótbolti með lögfræðingunum klukkan 11:30 (ákváðu að mæta núna, ótrúlegt en satt), fundur klukkan eitt og svo smá vinna aftur áður en ég dreif mig heim með viðkomu í Bónus til að kaupa það sem vantaði fyrir kvöldið…

Það gæti líka verið að hið gríðarlega plan mitt um það hvernig ég ætlaði að eyða gærkvöldinu hafi gengið 100% upp og fyrir vikið hafi ég bara verið algjörlega úthvíldur og ferskur í morgun þegar ég vaknaði.  Allavega er þetta mikil breyting frá því undanfarna daga þar sem ég hef verið að vakna sífellt seinna og seinna á daginn.  Farið að heyra til undantekninga að ég sé mættur fyrstur í vinnuna og það er auðvitað mjög alvarlegt mál.  Er þekktur fyrir að vera morgunhaninn í vinnunni og vil fyrir alla muni halda þeim titli.  Þannig að núna verður markmið næstu viku að vakna snemma (þó ekki endilega eins snemma og í morgun) og byggja á þeim grunni sem var vonandi reistur í morgun… 😉

Annars komu Björgvin og Gugga í mat hingað í kvöld og þriðja föstudagskvöldið í röð var hent í pizzur á la Laddi með öllu tilheyrandi.  Held að gestunum hafi þótt maturinn sæmilegur, allavega rúlluðu þau bæði héðan út fyrir stuttu, algjörlega afvelta af áti.  Með þeim í för var litla skvísan þeirra sem er orðin rúmlega sex vikna, lítil og krúttleg.  Ótrúlegt til þess að hugsa að Elín Dögg skuli hafa verið svona lítil fyrir ekki meira en nokkrum mánuðum síðan.  Í dag gæti maður allt eins trúað því að hún gæti étið litlu vinkonu sína og jafnvel heimtað graut á eftir! 😀

Plan morgundagsins (af því þetta blogg er svo seint): Vakna, hlaupa (ef veður leyfir), kjósa, hádegismatur hjá tengdó, henda upp síðustu gardínunni, smá leti, Harry og Heimir í Borgarleikhúsinu, Tapas barinn með genginu á eftir.  Semsagt stútfullur dagur af gleði á morgun, strax farinn að hlakka til!! 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: