Gymnophobia

Ég veit eiginlega ekki hvernig mér tókst að gleyma að minnast á það í gær að bæði konan og krakkinn voru í sjónvarpinu á mánudaginn!  Greinilega einhver elliglöp í gangi hjá kallinum.  Þær voru semsagt teknar í viðtal á mánudagsmorgun niðri í Laugardal í kerrupúlinu.  Svo var frétt með myndskeiði á mbl.is þar sem Þórunn var tekin í stutt viðtal auk þess sem þær báðar voru í mynd og nafngreindar.  Á mánudagskvöldið var svo sama fréttin í fréttunum á Skjá einum þannig að þær eru officially orðnar sjónvarpsstjörnur, báðar tvær.  Ég, hinsvegar, verð alltaf jafn mikið nobody… 😉

Ein leið til að breyta því væri hugsanlega að ganga um í svona bol!  Þá er pottþétt að maður færi ekki framhjá neinum, tala nú ekki um ef maður myndi blast-a einhverju sniðugu úr apparatinu.  Þannig að ef þið þarna úti eruð alveg æst í að gefa mér eitthvað, þá myndi ég alveg þiggja einn svona… 😀

Elín Dögg hefur alveg sagt skilið við tvistleysið og er núna komin í reglubundinn ‘einu-sinni-á-dag’ pakka.  Við móðir hennar erum að sjálfsögðu mjög hrifin af því, mætti jafnvel vera oftar ef eitthvað er.  Eða, nei, einu sinni á dag er sennilega alveg nóg þar sem áferðin og magnið hefur breyst töluvert frá því hún var eingöngu á barnum, svo ég tali nú ekki um ‘ilminn’ sem þessu fylgir.  Eiginlega spurning um að fá stærri bleyjur svo þær rúmi nú örugglega allt þetta magn, maður lifandi!  Annars tók Þórunn sig til fyrr í dag og uppfærði myndasíðu skvísunnar, þeir sem eru með aðgang þar, endilega kíkið á gleðina.  Hinir, too bad… 😉

Og svona í lokin, gamalt, gott og endurbirt

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: