Aut viam inveniam aut faciam

Er með nýja kenningu núna.  Hún er sú að Elín Dögg er góð aðra hverja nótt!  Allavega var nóttin í nótt algjör draumur og á pari við aðfararnótt mánudags.  Sofnaði um átta, fékk að drekka um miðnættið og vaknaði svo aftur rétt fyrir sjö, þess á milli heyrðist ekki múkk í henni.  Ef kenning mín reynist rétt má því búast við því að nóttin í nótt verði skrautleg og skemmtileg.  Vona samt innilega að þessi kenning mín haldi litlu vatni og að sú stutta sofi bara eins og hestur í nótt.  Það væri eðall… 😀

Tengdamamma og mágkona nr. 2 komu í mat í gær og fengu hjá okkur indverskan kjúklingabaunapottrétt.  Þórunn sá alfarið um eldamennskuna, gott ef hún vaskaði ekki upp á eftir líka.  Ég slapp nú samt ekki alveg því fyrir matinn var ég sendur í IKEA til að kaupa eitt stykki gardínu fyrir stærsta stofugluggann og fékk að setja hana upp þegar ég kom heim.  Kom bara ágætlega út þannig að á eftir þarf ég að fara aðra ferð í IKEA til að kaupa fleiri gardínur og svo tekur við allsherjar tilsníðun og uppsetning þegar ég kem heim á eftir.  Ekki stundlegur friður fyrir kallinn!  En þetta er að vísu bráðnauðsynlegt þar sem nánast allir gluggarnir á íbúðinni snúa í suður og þegar það er svona heiðskýrt eins og hefur verið undanfarna daga er nánast ólíft inni í íbúðinni…

Ætla að henda mér í stuttan hlaupatúr núna í hádeginu, bara léttir tíu kílómetrar í þetta skiptið.  Spurning hvort ég nái að draga Palla bróður með, hann er allavega allur að koma til í bakinu eftir þorskabitið sem hann fékk á dögunum.  Nú annars fer ég bara einn, ekki eins og ég hafi aldrei gert það áður… 😉

Auglýsingar

One response to “Aut viam inveniam aut faciam”

  1. bluebottle says :

    Þú ert þorskur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: