Gutta cavat lapidem

Kaflaskilin í gær voru nákvæmlega engin kaflaskil því Elín Dögg tók aftur til við fyrri ‘iðju’ og vaknaði nokkrum sinnum í nótt með tilheyrandi brölti.  Klárlega spurning um að finna út hvað það er sem þreytir hana nógu mikið til að hún sofi lengri dúra í einu.  Annars var þetta ekkert slæmt, þannig lagað, bara fúlt að hafa ekki meiri stöðugleika í þessu.  En það hlýtur að koma með tímanum, hef allavega fulla trú á að skvísan detti í gírinn fyrr en síðar og geri foreldra sína gríðarlega stolta af sér með svefnhæfileikum sínum… 😀

Ég er annars að bíða eftir því að klukkan slái 9:35 því þá á ég víst að hafa kennslu á hugbúnaðinum hérna í vinnunni í gegnum netið fyrir einhverja Finna!  Nú kemur semsagt í ljós hvort þessi þrjú ár í Kennaraháskólanum voru nokkuð til einskis.  Annars verður þetta létt verk og löðurmannlegt, væri verra ef ég ætti að kenna þeim á eitthvað sem ég kann lítið á sjálfur.  Aðalatriðið er að tala hægt og skýrt og flýta sér ekki um of.  Hefði að vísu verið sterkur leikur að fá Sigrúnu frænku hingað á svæðið og láta hana tækla þetta á finnsku, held að Finnarnir hefðu orðið hrikalega hrifnir af því… 😉

Fór í fótbolta í gærkvöldi eins og önnur mánudagskvöld.  Þar sannaðist að það er ágætis ástæða fyrir því af hverju það er ekki gott fyrir mig að fara að hlaupa á sunnudögum því ég var frekar þreyttur í fótunum og hafði mig fyrir vikið hægt í frammi.  Var bara í vörninni nánast alla æfinguna og hætti mér lítið fram á völlinn.  Átti nú samt ágætis spretti inn á milli.  Ákvað að taka mér svo bara frí frá íþróttaiðkun í dag (nema Palla takist að plata mig með sér í ræktina í eitthvað létt) og svo eru léttir 10 kílómetrar á miðvikudag.  Ef hlaupaplanið mitt heldur þá mun ég ná að hlaupa samtals 86 kílómetra í þessum mánuði sem verður nú að teljast nokkuð gott miðað við aldur, þyngd og fyrri störf… 😉

Plan dagsins: Kenna (verður skrautlegt), vinna (verður skrautlegra), hengja upp fleiri gardínur (prfff), mini matarboð í kvöld (jei)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: