Þreytudagur

Var á snudduvaktinni í nótt með tilheyrandi ‘vakningum’.  Vargurinn vakti mig fyrst klukkan þrjú, svo klukkan fjögur, svo klukkan fimm og að endingu klukkan sex og fékk þá loksins fóður.  Náði svo að sofna í ca. klukkutíma í viðbót en dreif mig þá bara af stað í vinnuna.  Hresstist samt gríðarlega við það að fara út í bíl í ljósi þess að það er fimbulkuldi úti en annars ágætis veður.  Spurning hvort maður brjóti odd af oflæti sínu og fái sér kannski bara kaffi.  Nei, andskotinn, er nú varla það aðframkominn af þreytu… 😉

Annars hjálpar það nú lítið til með þreytuna að ég ákvað að breyta plani dagsins í dag og hljóp frekar í gærkvöldi.  Var búinn að mæla mér mót við Bardagadverginn heima hjá Jonna og Erlu og tók skyndiákvörðun um að hlaupa bara heim til þeirra.  Það þýddi ósköp svipaða leið og vegalengd og síðasta laugardag nema hvað að hraðinn var örlítið meiri.  Náði líka þeim merkilega áfanga að hlaupa í fyrsta skipti í sögu Þórhalls 10 kílómetra á innan við klukkutíma, var 59:11 með þá þannig að það mátti svosem litlu skeika…

En Bardagadvergurinn var semsagt mættur í Lómasalina til að fræða sauðsvartan almúgann um það hvernig væri best að undirbúa sig fyrir LV2010.  Í grunninn snýst þetta bara um það að hlaupa og þá sem lengst í hvert skipti.  Svo fór hann yfir hvernig væri best að vatna, gela og smyrja sig (hlaupara lingo) auk þess sem það væri fínt að setja sér hæfileg markmið.  Annars er málið bara að fara út að hlaupa og hlaupa þar til annað af tvennu gerist, þú getur hlaupið 30-35 kílómetra í einu eða deyrð við átökin.  Vonum bara að það fyrra verði ofaná… 😉

Fór með jeppann hans pabba í smurningu í gær.  Hafði séð á netinu að hjá MAX1 kostaði rétt undir sex þúsund ISK að láta smyrja bílinn.  Henti mér á það en brá svo heldur betur í brún þegar ég fékk reikninginn og sá að hann hljóðaði upp á rétt rúmlega tuttugu þúsund!  Þá eru þeir svo sniðugir að setja í smáa letrið að auglýsta verðið er án efniskostnaðar og auðvitað er hann nánast þrefalt gjaldið fyrir vinnuna, bastards.  En maður kemst víst ekki hjá því að borga þetta, oh, well…

Plan dagsins: Vakna endalaust í nótt (done), vinna þreyttur (pending), þrífa bílinn (pending), sækja gamla út á flugvöll (pending), SOFA (pending, but nearly soon enough)…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: