Bolledagur

Eitthvað virðist hafa dregið úr sóknarþunga innrásaraðilans því að orrustan um Kleppsveg var ótrúlega tíðindalítil í nótt.  Skvísan var send í rúmið um níuleytið og svo heyrðist ekki múkk í henni aftur fyrr en um þrjú.  Þá fékk hún bara snuð og svo umlaði hún lítillega um hálf fimm en snarþagnaði þegar snuðinu var aftur troðið upp í hana.  Klukkan sex vaknaði hún svo og fékk loksins eitthvað fóður, hafði þá sofið nánast sleitulaust í níu tíma sem er nýtt Íslandsmet hjá Elínu Dögg!  Faðirinn var á vaktinni í nótt og er óvenju hress enda lítið að gera.  Móðirin svaf þetta að mestu af sér enda með eyrnatappa í hönd (eða eyra)… 😉

Fórum óvænt í bollukaffi hjá Jonna sem hringdi og bauð okkur þegar Stefán og Sóley voru að kveðja okkur eftir brunch-ið í gær.  Skelltum okkur bara af stað og stútuðum nokkrum bollum.  Að vísu var skvísan lítið sátt við þetta enda orðin skítþreytt og fyrir vikið entumst við nú ekki lengi í Lómasölunum.  Ég henti mér svo í fótbolta þar sem ég gjörsamlega rústaði Jonna (með hjálp annarra að vísu) og átti stórleik.  Ótrúlegt hvað formið er að verða gott á kallinum! 😀

Þarf svo að henda mér í búð á eftir til að kaupa inn fyrir Sprengjuveislu á morgun.  Ákvað að henda í saltkjöt og baunir og Þórunn skildi það þannig að henni væri þá frjálst að bjóða hverjum sem er í mat.  Fyrir vikið eigum við von á tengdaforeldrunum, mágkonu nr. 2 og tengdaafanum annað kvöld.  Eins gott að maður klúðri ekki súpunni, um að gera að láta baunirnar liggja nógu lengi í bleyti og passa uppá að kjötið sé ekki of salt.  Svo bara henda nógu miklu af rófum, kartöflum og gulrótum í þetta og við erum að dansa… 🙂

Plan dagsins: Vinna (nánast done), kaupa í sprengigleði (l8r), leika við Elínu Dögg (vííí), bolti í blíðunni í Laugardalnum (í kvöld)…

Auglýsingar

2 responses to “Bolledagur”

  1. Sólveig says :

    Er ekki góð hugmynd að mágkonan komi með eftirrétt eða er nú þegar búið að sjá fyrir honum ?

  2. Þórunn says :

    Það verður séð fyrir honum 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: