Fimmtudagsfýla

When I was thirty, people would wish I was dead to my face! That’s called respect.
– Pierce Hawthorne

Elín Dögg vakti mig í morgun, ekki bara einu sinni heldur nokkrum sinnum, meira að segja.  Fyrst um fimmleytið, svo aftur um sex og svo í síðasta sinn rúmlega sjö.  Var í öll skiptin eitthvað að ólmast í rúminu, dragandi sængina upp fyrir haus, missandi út úr sér snuðið og ég veit ekki hvað og hvað.  Ákvað meira að segja að henda í þetta nokkrum aftanúrhleypingum í þokkabót (bara loft samt) við mikinn fögnuð áheyrenda (allavega hennar, skríkti af gleði yfir afrekum sínum).  Þá var auðvitað ekkert annað að gera í stöðunni en að henda sér í snuðaleikinn góða sem ég sigraði að lokum með yfirburðum.  Eftir það var í raun ekkert annað í boði en að fara á fætur og henda sér í vinnuna…

Er gríðarlega stoltur af sjálfum mér þessa dagana því að ekki nóg með að ég hafi haft það af að hlaupa 10 kílómetra á laugardaginn þá endurtók ég leikinn í gær.  Og til að kóróna það þá bætti ég tímann minn frá því þá (um einhverjar sekúndur að vísu, en allt telur).  Þurfti að fara einn, eins og ég vissi svosem fyrir, en Palli tók sig hinsvegar til og fór í göngutúr á meðan og við mættumst svo aftur rétt við ‘endamarkið’.  Á laugardaginn verður svo hent í 11 kílómetra, ætti að vera auðvelt að bæta við einum kílómeter (famous last words)… 😉

Dagurinn í dag verður svo þétt pakkaður af allskyns ánægju.  Eftir vinnusession verður skundað í ungbarnasund með tilheyrandi svamli, skvampi og perraskap.  Eftir það verður svo brunað beinustu leið á Kleppsveginn þar sem tekið verður til við að henda upp eitt stykki gardínum fyrir svefnherbergið (alveg kominn tími á það).  Nú svo verður auðvitað étið eitthvað og eftir það ætlar kallinn að henda sér í fótbolta með gömlu mönnunum í Þrótti.  Semsagt stútfull dagskrá í allan dag!

Svo má ég til með að benda á þessa ‘frétt’ sem var á mbl.is í gær, vesalings konan, að þurfa að hýrast svona í íbúðarkytru, og það rúmlega 25 kílómetrum frá vinnustaðnum.  Myndi sennilega vorkenna henni ef, tjah, meh, nei, kannski maður vorkenni svona fólki bara nokkuð, sérstaklega þar sem skattpeningar almennings borga í þokkabót fyrir hana leiguna.  Hérna var meira af svipuðu rugli, ætli vagnstjórar í Reykjavík stoppi ekki í álíka mikilvægum erindagjörðum, til að hringja símtal, fá sér samloku eða hreinsa naflakusk.  Svo var Plútó (smástirnið, ekki hundurinn) eitthvað að vilja uppá dekk, þetta ætti að lækka í því rostann!  Og að lokum, smá tónlist (endurbirt)… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: