Miðvikudagsmugga

Var illa svikin hjá tengdamömmu í gær.  Ekki nóg með að hún hafi boðið uppá steiktan fisk með kartöflum (tengdapabba til mikillar ‘gleði’) þá var engin afmælisterta!  Að vísu hafði mágkona nr. 2 tekið sig til og bakað smákökur en það er bara ekki það sama, not by a long shot!  Það er alveg standard að baka tertu þegar maður á afmæli eða að minnsta kosti að láta mig vita (þ.e. ef mér er boðið í afmæli á annað borð) að það standi ekki til að baka og þá tek ég verkið bara að mér.  Tertulaus afmælisdagur = big Neddie no-no!  Ekki það að fiskurinn var góður og smákökurnar hennar Sólveigar sömuleiðis, auk þess sem við fengum ísblóm eftir matinn, maður verður samt að fá að kvarta pínulítið… 😉

Palli er loksins mættur aftur í vinnuna eftir Stóra Bakverkjamálið.  Er samt ennþá eitthvað að barma sér, óttalegur væll í þessu alltaf hreint.  Að vísu ætlar hann með mér í ræktina á eftir, greinilega meira svona yfirborðsvæl frekar en að það risti djúpt.  Efast samt um að hann hlaupi mikið, fer sennilega bara út að ganga eða eitthvað eins og kellingin sem hann er á meðan ég puða við hlaupin.  Spurning um að ég reyni að redda hjólbörum fyrir LV2010, væntanlega eina leiðin til að hann komist alla leið að ég ‘keyri’ hann niður í Þórsmörk… 😉

Annars skemmtum við Palli okkur gríðarlega yfir þessu ‘greindarprófi’ í gær (ef greindarpróf skyldi kalla).  Allavega reyndi þetta töluvert á gráu sellurnar en við höfðum það af (með góðri bræðrasamvinnu) að klára allar spurningarnar.  Mæli eindregið með að fólk spreyti sig á þessu, er auðvitað miserfitt en gríðarlega skemmtilegt engu að síður… 😀

Plan dagsins: Vinna (ójá), hlaupa (ó-nei), leti það sem eftir lifir dags (úje!)

Auglýsingar

One response to “Miðvikudagsmugga”

  1. Elín says :

    Bíddu bara, næst færðu harðfisk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: