Mánudagsmillibilsástand

Þetta verður slæmur dagur.  Ég fullyrði þetta af þeirri einföldu ástæðu að ég gerði þau mistök í gær að fara að horfa á Ofurskálina í gærkvöldi með Eika og Gimma.  Leikurinn hófst ekki fyrr en rétt rúmlega ellefu og við gáfumst svo upp í hálfleik, um hálf tvö.  Ég var semsagt ekki kominn í rúmið fyrr en rúmlega tvö, sem hefði svosem verið í lagi ef ég hefði ekki verið búinn að lofa að vakna snemma í morgun til að opna á skráningar í frístundaheimili Reykjavíkurborgar stundvíslega klukkan 8:00.  Það hafðist, auðvitað, en fyrir vikið er ég illa sofinn, grútþreyttur, með léttan sviða í augum og í engri stemmningu til að gera nokkurn hlut annan en að fara aftur að sofa.  En þar sem ég er þegar kominn í vinnuna er það klárlega ekki í boði, oh, well…

Annars var leikurinn hin besta skemmtun, hefði nú kannski vakað yfir honum öllum ef ég hefði vitað að allt það markverða í honum gerðist í síðari hálfleik.  Leikurinn endaði semsagt með sigri Dýrðlinganna frá Nýju Orleans, 31-17, en staðan í hálfleik var hinsvegar 10-6 fyrir Folana frá Indianapolis.  Greinilega mikill viðsnúningur í síðari hálfleik, því í þeim fyrri voru Folarnir með tögl og haldir á öllu sem á vellinum gerðist.  Svona geta íþróttirnar verið óútreiknanlegar.  Og ég hefði fengið að upplifa þetta allt ef ég væri ekki svona hrikalega kvöldsvæfur, oh, well…

Við Þórunn urðum vitni að skemmtilegri uppákomu í gær.  Hún plataði mig til að fara í göngutúr með Elínu Dögg í Holtagarða því okkur vantaði nokkra hluti í Bónus.  Erum að finna bleyjur fyrir skvísuna þegar við sjáum tvo unga starfsmenn búðarinnar vera að raða í hillurnar.  Aðfarirnar eru þannig að annar þeirra er búinn að klifra efst upp í hillu og hinn kastar til hans vörum.  Svo prílar sá sem var uppi í hillunni niður aftur með því að stíga í hillurnar og nota sem stiga.  Þá stormar að eldri maður, gráhærður, með alskegg og í loðskinnskápu og er ekki allskostar sáttur við kauða og hreytir í hann að hann eigi nú sko ekki að klifra upp hillurnar heldur nota stiga og bla bla bla.  Sá yngri sættir sig nú ekki alveg við svona meðferð og hreytir til baka, orðrétt: „Hva, átt þú búðina eða eitthvað?“  Sá eldri rýkur svo í burtu og þá fannst Þórunni hún nú verða að láta pjakkinn vita af því að sá gamli hafi verið enginn annar en Jóhannes er við Bónus er kenndur… 😀

Plan dagsins: Vakna (todo), opna umsóknir um frístundaheimili (done), vinna (meh), sofa meira (ójá), fótbolti í kvöld (jei)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: