Laugardagslitabók

Gærkvöldið var sérlega notalegt.  Þórunn fór um fimmleytið í klippingu og kom við á leiðinni heim aftur og sótti pizzu og sátum við bara fyrir framan sjónvarpið með pizzu í annarri og kók í hinni og gláptum á þætti og Útsvar.  Ákváðum svo í nótt að reyna að minnka næturbröltið á Elínu Dögg og úr varð að ég sá um að troða upp í hana snuði þegar hún byrjaði bröltið.  Þetta skilaði sér í því að hún drakk hálf ellefu og svo ekkert aftur fyrr en um fimmleytið og svo aftur núna í morgun klukkan níu.  Svo er bara að halda áfram í nótt og reyna að láta hana sleppa alveg að drekka yfir nóttina, bara rétt um miðnættið og svo ekki aftur fyrr en morgnar.  Þá erum við að dansa!

Ég henti mér áðan út að hlaupa og hljóp ansi góðan hring um miðbæinn.  Hljóp meðfram Sæbrautinni niður að tónlistarhúsi og þaðan upp að Hallgrímskirkju.  Þaðan niður að Landsspítala og áfram að Hlíðarenda og svo í gegnum Hlíðarhverfið og Klambratúnið, þvert yfir Laugaveg og svo í gegnum túnin og teigana með viðkomu í Laugardalnum og svo aftur heim.  10 kílómetrar að baki á rétt rúmlega klukkutíma.  Svo mun þetta lengjast jafnt og þétt fram á vorið og nær svo hámarki 1. maí þegar ég þarf að hlaupa 32 kílómetra í einum rykk.  Það verður eitthvað spes, heppilega er langt í það ennþá… 😉

Við hjónin ætlum svo bara að hafa það náðugt það sem eftir lifir dags en henda okkur svo (kannski bara Þórunn samt) í 35 ára afmæli hjá Efnavopna-Ómari.  Mér skilst að tengdapabba langi svo svakalega mikið til að koma hingað og passa fyrir okkur, annars ætlaði ég bara að senda Þórunni og vera bara hérna í rólegheitum með Elínu Dögg.  Lét mömmu einmitt gefa mér þessi forláta þráðlausu heyrnartól (hún gaf mér semsagt pening í afmælisgjöf og ég keypti þau fyrir hann) sem ég ætlaði að vígja með einhverri svaðalegri action mynd í kvöld, óhræddur við að hávaðinn myndi vekja litlu skvísuna.  Það verður þá víst að bíða betri tíma…

Plan dagsins: Vakna endalaust oft í nótt (done), hlaupa (done!), sturta (næst á dagskrá, sveittur dauðans), afslöppun (ah), leti (ahhhh), afmæli (kannski)…

1 responses to “Laugardagslitabók”

  1. Þóra Marteins says :

    Ætla bara að kvitta hérna svon fyrst ég les á hverjum degi 🙂

Færðu inn athugasemd