TGIF!

Verð að viðurkenna að ég er töluvert þreyttur svona í morgunsárið.  Vaknaði óvenju seint eða klukkan sjö-núll-núll (á slaginu) eftir að hafa eytt hluta af nóttinni í að leika við Elínu Dögg og snuðið hennar (hún tapaði, tvisvar!).  Gæti líka verið að ég hafi tekið svona svakalega á því í fóboltanum í gærkvöldi, hljóp eins og lamadýr um allan völl, lagði upp mörk og skoraði meira að segja líka.  Verð svo að reyna að taka mig saman í andlitinu fyrir fótboltann í hádeginu í dag, verður sennilega eitthvað skrautlegt en það verður bara að pína sig, no pain, no gain… 🙂

Elín Dögg sýndi glænýja tilburði í gær.  Hún er semsagt byrjuð að reyna að skríða, þó með litlum árangri ennþá.  Tókum eftir þessu eftir að við komum heim úr ungbarnasundinu þar sem hún stóð sig vel, að venju.  Hún lá á leikteppinu sínu á maganum og reyndi svo að koma hnjánum undir sig til að ýta sér áfram.  Það gerðist að vísu óskaplega lítið, fór ekki neitt áfram heldur spólaði bara í sama farinu.  En þetta var þó allavega það sem maður getur kallað tilraun til skriðs, það hlýtur að vera eitthvað… 😉

Sit einn hérna í Hlíðarsmáranum þessa stundina (9:07), enginn mættur ennþá og ég hef eiginlega ekki hugmynd um hvort það mæti nokkur í dag.  Palli bróðir liggur heima í rúminu eftir að hafa farið í bakinu við að beygja sig eftir tennisbolta, óttalegur aumingi.  Þurfti einmitt að stökkva út í Tennishöll til að koma honum heim á miðvikudaginn, lá þar óvígur þegar ég mætti á svæðið, varð að styðja hann út í bíl og svo inn í Baugakórnum.  Þurfti svo að skutlast eftir honum í gær til að koma honum á Heilsugæslustöðina að láta kanna málið.  Er líklega bara með þursabit og á að bryðja íbúfen næstu vikurnar.  Ég þarf því væntanlega að fara einn út að hlaupa á morgun, tjah, nema einhver vilji endilega koma með mér, er meira en velkomið… 😉

Plan dagsins: Vinna, fótbolti, vinna pínu meira, Útsvar (já, ég horfi á það!), afslöppun, búja!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: