Six more weeks of winter!

Múrmeldýrið hefur talað og orð þess eru víst lög.  Samkvæmt því megum við búast við frosthörkum með tilheyrandi skafrenningi og snjókomu í allavega sex vikur í viðbót.  Annars er nú sennilega lítið að marka þetta hér á landi, manni hefur sýnst sem svo að veturinn hér geti varað langt fram í maí/júní hvort eð er.  Ég man að vísu ekki eftir því að hafa nokkurn tímann heyrt fréttir af honum Phil, vini mínum, þar sem hann segist EKKI sjá skuggann sinn og þar með sé vetrinum bara lokið.  Ef skoðuð er tölfræði yfir þetta sést svo greinilega að hann er með verri árangur en random guess á þetta, hefur ekki rétt fyrir sér nema í um 39% tilvika.  Bíddu, er þá vetrinum að ljúka af því að hann segir að hann verði áfram, I’m confused… 😉

Þórunn hélt þessa fínu mini-afmælisveislu fyrir mig í gær.  Eldaði fegurðardrottningar-kjúlla og bakaði mokka-súkkulaðiköku + eplaböku í eftirrétt.  Rann gríðarlega ljúft niður í veislugesti.  Fékk líka góðar gjafir, pening frá pápa og múttu, Múmínálfana + gjafabréf í leikhús (sem verður notað til að sjá Harry og Heimi) frá Palla og Kaju og co, áðurnefnda treyju + hlaupahúfu frá Þórunni og Elínu Dögg og að lokum fékk ég Planet Earth á Blu-Ray frá tengdó.  Semsagt, fínar ‘heimtur’ þetta árið.  Verst að maður skuli bara eiga afmæli einu sinni á ári, fullt af fleiri hlutum sem mig vantar líka, það verður bara að bíða þar til næst (eða ég kaupi það bara sjálfur)… 🙂

Við Elín Dögg tókum létt session af hinum sívinsæla snuðaleik í morgun.  Hann felst í því að hún vaknar, vekur mig og ég eyði svo dágóðum tíma í að setja snuðið upp í hana þegar hún spýtir/missir það útúr sér.  Getur oft orðið æsispennandi, sérstaklega þegar henni tekst að vera útsjónarsöm og jafnvel koma því þannig fyrir að ég þurfi að leita að því líka.  Leikurinn endar svo alltaf á sama hátt, þ.e. að hún sofnar úr leiðindum og þá tel ég mig hafa unnið eða ég sofna á undan henni og þá vinnur hún.  Í morgun vann hún með glæsibrag enda svindlaði hún pínulítið og hóf leikinn fyrir sex að þessu sinni en skv. alþjóðlegum snudduleikreglum mega leikar fyrst hefjast eftir sex.  Hún vann því á svindli í morgun og munu stig verða dregin af henni í næstu umferð sem verður væntanlega eftir ca. sólarhring…

Plan dagsins: Tapa í snudduleiknum (done), vinna (mjá), heimsækja Björgvin + Guggu + baby (jei), eitthvað minna (vííí)…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: