Þorraþrugl

Var vakinn af Elínu Dögg áðan.  Eða réttara sagt, Þórunn lét Elínu Dögg vekja mig með því að leggja hana í rúmið við hliðina á mér og stillti henni þannig að þegar hún spriklaði þá sparkaði hún fótunum í bakið á mér, sérlega skemmtilegt.  Nú, nú, þá er bara eitt í stöðunni, drífa skvísuna á fætur, skipta um bleyju og föt á henni og henda henni fram á leikteppið, sem ég og gerði.  Hún dundaði sér svo þar í smá stund áður en ég fór inn með hana aftur á barinn og núna er hún svo sofnuð.  Mikið vildi ég óska að ég gæti sofið svona mikið… 🙂

Annars hefur hún verið í stífri þjálfun undanfarna daga.  Erum semsagt að reyna að skapa svefnrútínu fyrir hana, háttum hana alltaf um áttaleytið og leggjum hana svo í rúmið.  Hefur gengið furðu vel, grenjar auðvitað alltaf eitthvað en það minnkar með hverjum deginum.  Nýi besti vinur hennar, hundurinn Valli (Cavalier hundur sem hún fékk í jólagjöf frá Grími og Valgerði), hefur veitt henni góðan félagsskap og hún sofnar orðið með hann undir höndinni og hjúfrar sig uppað honum, afskaplega krúttlegt allt saman.  Sjáum líka framá skemmtilega tíma í framtíðinni varðandi þennan hund þegar maður getur farið að spyrja hana í tíma og ótíma: „Hvar er Valli?!“ 😉

Dagurinn í gær var sérlega góður á íþróttasviðinu, ekki nóg með að Íslendingar hafi kjöldregið Dani í handbolta þá vann Rooney líka Hull 4-0.  Hafði illan grun fyrir handboltaleikinn og í stöðunni 10-7 fyrir Dönum var ég búinn að afskrifa þetta alveg.  En þá gerðist eitthvað, vörnin small saman og Danir áttu eiginlega ekki break eftir það.  Fyrir vikið þá varð ég af rauðvínspottinum í vinnunni, hefði unnið 24 rauðvínsflöskur ef leikurinn hefði endað í jafntefli eins og ég var búinn að spá.  En ég fórna glaður hrútvondu rauðvíni til þess að sjá Dani niðurlægða, ekkert skemmtilegra en tapsár Dani, sérstaklega í handbolta… 😉

Svo hlustuðum við með öðru á síðustu fimm lögin í Júgravisjón.  Voru mjög misléleg, sum voru léleg á meðan önnur voru afspyrnu léleg.  Ég hef samt greinilega eitthvað eyra fyrir því hvað fellur í kramið í þessu því að ég giskaði annað laugardagskvöldið í röð rétt á hvaða lög færu áfram.  Held að það sé af sömu ástæðu og ég stend mig yfirleitt vel í Fimbulfambi, er svo góður í að kötta krappið… 😉

Dagurinn í dag verður svo á rólegu nótunum.  Leyfi mæðgunum að sofa frameftir morgni á meðan ég dúlla mér við að gera nákvæmlega ekki neitt.  Ætla að taka mér 100% frí frá allri heilsurækt í dag enda hljóp ég eina sex kílómetra í rokinu og rigningunni í gær og hafði bara gaman af.  Svo ætlar Þórunn að skella sér á Avatar með tengdapabba um miðjan daginn og eftir bíóið bætast svo tengdamamma og mágkona nr. 2 í hópinn í mat hérna í kvöld.  Kannski ég eyði bara morgninum í að ákveða hvað ég ætla að gefa þeim… 🙂

Plan dagsins: Gera ekkert og hvíla sig svo vel á eftir!

Auglýsingar

One response to “Þorraþrugl”

  1. Sólveig says :

    Ég myndi halda að lítill ormur væri mun betri bangsi til að kúra sig upp við.. haaaa!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: