It’s a girl!

Það er ótrúlegt hvað Fésbókin er þægilegur fréttamiðill.  Fésið sá okkur allavega fyrir fréttum af því að Gugga og Björgvin hefðu eignast eitt stykki stúlku einhvern tímann í gær.  Höfum að vísu ekki heyrt í þeim sjálfum og vitum því ekki nánari málavöxtu.  Óskum þeim bara innilega til hamingju og hlökkum mikið til að fá að bera frumburðinn augum.  Auk þess er Elín Dögg gríðarlega spennt að fá að hitta nýja leikfélagann… 🙂

Fór í bíó eftir vinnu í gær með múttu.  Hentum okkur á Bjarnfreðarson í Sambíóunum í Mjóddinni.  Ég verð nú bara að segja að þessi mynd kom mér gríðarlega mikið á óvart!  Hef ekki séð nema hluta af Dagvaktinni og einn þátt af Fangavaktinni, en það kom ekki að sök þó svo það var örugglega gott að ég var búinn að sjá Næturvaktina, veit ekki hvort þeir sem hafa ekkert séð af þessu hafi eins gaman af myndinni.  <SPOILER ALERT>Hefði líka aldrei grunað að maður gæti mögulega fengið samúð með Georgi Bjarnfreðarsyni en bæði Jóni Gnarr og svo handritshöfundum tókst að leysa þetta á fínan hátt og að lokum var þetta mjög viðeigandi endir á þessu ævintýri.  Allir þrír (Georg, Daníel og Forsetinn) finna að lokum sinn stað í lífinu þegar þeir fá loksins að vera þeir sjálfir, sem er sennilega boðskapur myndarinnar þegar uppi er staðið</SPOILER ALERT>.  Ég var allavega mjög hrifinn, þrjár og hálf stjarna…

Sá svo seinustu tuttugu mínúturnar af landsleiknum í gærkvöldi.  Sennilega óþarfi að fjölyrða meira um það, menn greinilega eitthvað stressaðir á lokamínútunum.  En það er engin skömm að því að gera jafntefli við Serbíu sem hefur sennilega jafn langa ef ekki lengri hefð fyrir handbolta en Ísland (sem gamla Júgóslavía þá).  Aðalmálið er bara að girða í brók og slátra Austurríki og svo Baununum, þá skiptir þessi leikur í gær bara engu máli… 🙂

Í dag fer svo sólin inn í Vatnsberann.  Þetta hefur sennilega gríðarlega mikla merkingu fyrir þá sem trúa á stjörnuspeki, aðrir eru væntanlega minna ‘impressed’.  Stjörnuspá dagsins segir: „Þér hefur fundist þú aðþrengd/ur að undanförnu. Jafnvel þótt þú hafir rétt fyrir þér, er þá öll fyrirhöfnin þess virði? Er ekki betra að halda friðinn?“  Já, nákvæmlega, hef einmitt ekkert verið aðþrengdur undanfarið og þar með er þetta strax fallið um sjálft sig.  Magnað hvað svona ‘spádómar’ halda litlu vatni þegar á reynir… 😉

Plan dagsins: Vakna (done), fundur 9:30 (ugh), fundur 13:00 (UGH), afslöppun (ahhhhh)…

Auglýsingar

One response to “It’s a girl!”

  1. bluebottle says :

    Fundi frestað til morgundagsins. Ætli Atli hafi ekki verið búinn með skýrsluna góðu 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: