Þreyttur þriðjudagur

Er ekki frá því að það hafi verið ákveðin mistök að mæta í fótboltann í gær.  Ekki af því að ég hafi slasað mig eða neitt svoleiðis heldur vegna þess að ég var svo gjörsamlega búinn á því eftir ca. hálftíma bolta (og þá rúmlega hálftími eftir).  Fyrir vikið var ég til lítils gagns fyrir mitt lið, missti boltann nokkrum sinnum klaufalega, gaf mark o.s.frv.  Held að það sé kominn tími á einn góðan frídag frá allri líkamsrækt.  Það stoppaði mig samt ekki í því að mæta klukkan 9:00 í morgun með Palla bróður í Turninn þar sem við höfðum mælt okkur mót við þjálfarann þar sem ætlaði að búa til fyrir okkur nýtt handaprógram.  Að sjálfsögðu þrældi hann okkur í gegnum prógram-ið sem var af sverari gerðinni og erum við bræðurnir töluvert búnir á því eftir hamaganginn.  En ég get hinsvegar huggað mig við það að núna er engin líkamsrækt fyrr en á fimmtudag.  Ætla að slaka VEL á fram að því… 😉

Mér tókst, eins og fjölda annarra Íslendinga, að fljúga á hausinn í gær í hálkunni.  Var að stíga útúr jeppanum og gætti mín ekki á því að það var töluverð hálka á stæðinu fyrir utan Hlíðarsmárann.  Náði semsagt engri fótfestu heldur rann allsvakalega á rassinn og endaði kylliflatur á jörðinni.  Meiddi mig ekki neitt, það eina sem bar einhvern skaða var cool-ið, en það var svosem ekki mikið af því fyrir… 😀

Plan dagsins: Rækt (done!), vinna (ugh), Bjarnfreðarson með múttu (vííí)…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: