Versti. Dagur. Ársins.

Dagurinn í gær var án vafa versti dagur ársins hingað til.  Ekki af því að það hafi eitthvað gerst sem verðskuldar þennan stimpil heldur var ég gjörsamlega að drepast úr harðsperrum í lærunum!  Allar hreyfingar voru kvöl og pína, setjast, standa upp, klæða sig, taka Elínu Dögg upp o.s.frv.  Held að það hafi lítið hjálpað til að ég píndi mig í ræktina í gærmorgun og hljóp 3 kílómetra og gerði svo armbeygjur og magaæfingar.  Hélt að létt hlaup myndu kannski laga þetta eitthvað en held, svei mér þá, að það hafi bara gert ástandið enn verra.  Í þokkabót var ég líka drullu þreyttur allan daginn, dottaði um miðjan dag og sofnaði svo yfir sjónvarpinu um tíuleytið, gjörsamlega dauður…

Ég hafði að vísu af að horfa á Júgravisjón undankeppnina í gær.  Eða öllu heldur, ég píndi mig til að horfa á hana með Þórunni.  Vorum sammála um lögin sem fóru áfram, mér fannst að vísu Hvanndalsbræður með eina almennilega lagið, hef greinilega ekki þennan ‘rétta’ lagasmekk sem þarf í svona keppni.  Vorum líka sammála um að Jógi björn mun væntalega vinna þetta með lagið hans Bubba (og hins gaursins sem enginn þekkir).  Alls ekkert frábært lag, bara þessi rétta Júgravisjón blanda sem heillar svo marga (for some weird reason).  Þótti samt leiðinlegt að það skyldi enginn klikka eins og síðast, hefði allavega hleypt smá fjöri í þetta… 😉

Plan dagsins: Lúra (nice), kúra (even nicer), letast (úje), fara til Dedda afa í kaffi (fine), letast some more (oh, baby)…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: