Cinderella boy

Úff.  Hélt á tímabili í gær að öll átökin myndu verða mér ofviða.  Fórum semsagt bræðurnir í ræktina um morguninn til að fá nýja lyftingaáætlun og það endaði með því að við fengum eitthvað það alsvæsnasta prógram sem ég hef á ævinni prófað.  Fótaæfingar to the max!  Sjáum fram á að ef við náum að halda þetta út í nokkrar vikur/mánuði verðum við komnir í svo svakalegt form að við getum sennilega hlaupið Laugaveginn fram og svo aftur til baka sama daginn!  Til að toppa þetta fór ég svo beint í fótbolta á eftir sem hefði verið í fínu lagi ef mætingin hefði verið í lagi því við þurftum að spila fjórir á fjóra í sal sem rúmar vel fimm eða jafnvel sex í liði.  Það þýddi auðvitað extra mikil hlaup og þegar ég svo loksins skreið aftur í vinnuna hafði ég varla af að labba upp tröppurnar þessa einu hæð sem til þarf.  Þegar ég vaknaði svo áðan komst ég varla framúr fyrir harðsperrum í lærunum, sem er ótrúlegt í ljósi þess að við gerðum bara ca. 25% af því sem við áttum að gera af lyftingaáætluninni (renndum bara í gegnum hana til að prófa).  Þetta verður eitthvað skrautlegt næst þegar við þurfum að henda okkur í þetta 100%… 😛

Fengum svo tendaforeldrana og Sólveigu mágkonu nr. 2 til að koma hérna í gærkvöldi og líta eftir Elínu Dögg á meðan við hjónin hentum okkur í Wipeout partý til Jonna.  Það kom mér svosem lítið á óvart að hann skyldi svo enda uppi sem sigurvegari í sínum þætti þó svo það hafi verið tæpt að hann missti af sigrinum og það til stelpu.  Hefði þýtt að maður hefði átt endalaust af fallbyssufóðri á hann næstu árin því Jonni er svo mikill keppnismaður og það að tapa fyrir stelpum er í hans huga bara ekki í boði (mér, hinsvegar, finnst það alveg í lagi (eins og dæmin hafa sannað)).  Þórunn fór svo snemma heim en ég sat áfram og spilaði póker með strákunum fram eftir nóttu með tilheyrandi bjórdrykkju (annarra), gamansögum og almennum strákalátum.  Skreið heim rúmlega tvö en var svo (að sjálfsögðu) vaknaður aftur um átta í morgun því morgunstund gefur gull í mund… 🙂

Plan dagsins: Hlaupa 3 km (ugh) og gera svo nákvæmlega ekki neitt það sem eftir lifir dags (úje!)… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: