Merci buckets

Mig langar að byrja á því þakka Liverpool kærlega fyrir að hafa bjargað mánuðinum fyrir mér með frammistöðu sinni í gær. Ég hélt ekki að það væri hægt að vera jafn lélegir og United á móti Leeds um daginn en Liverpool tókst það semsagt, og það tvisvar!  Maxi Rodriguez hlýtur að vera að klóra sér í hausnum núna og hugsa: „Hvað í fjandanum var ég að samþykkja að fara í þetta sultu lið?!?“  Ekki spillti nú heldur fyrir að það voru Íslendingar sem sáu um að senda Liverpool út úr keppninni, Gylfi Sigurðs með marki úr vítaspyrnu sem tryggði Reading framlengingu og svo Brynjar Björn Gunnarsson sem klobbaði hálft Liverpool liðið áður en hann sendi fyrirgjöfina sem sigurmarkið var skorað úr.  Ekki margir Íslendingar sem geta státað af þessum árangri, verst að Brynjar Björn skuli vera KR-ingur, en meira að segja ég er tilbúinn að líta framhjá því eftir þessa snilld… 😀

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum þær hörmungar sem dundu yfir Haítí á dögunum.  Ætla svosem ekkert að fjölyrða um það heldur býsnast yfir þessum ummælum frá einhverjum trúarofstopamanninum í Bandaríkjunum.  Hver þarf svosem aðstoð íslenskra björgunarsveitarmanna þegar hægt er að fá kristilegan náungakærleik?  Svo er hægt að býsnast yfir fleiru, t.d. þessari umfjöllun í Kastljósinu í gær um þessa vesalings stelpu sem réð ekki alveg við álagið í Júgravisjón á dögunum.  Er eiginlega sammála Páli Óskari, þú ert að gera sjálfan þig að ákveðnu skotmarki með því einu að taka þátt en er líka sammála því að sumir bloggvitleysingar hafi gjörsamlega farið offari í kjölfarið.  Hvort þetta verðskuldi svo sérstaka umfjöllun í fjölmiðlum er annað mál, lagið var hvort eð er hrikalega lélegt, alveg óháð söngnum… 😉

Rakst á þetta í gær.  Veit ekki alveg hvað skal segja.  Eiginlega spurning hvað er ógirnilegast, kjúllinn eða hamborgarinn?  Allavega klárt að það þyrfti að borga mér töluverða upphæð til að bragða á nokkrum einasta af þessum ‘réttum’.  Svo var þetta í fréttum um daginn.  Er eiginlega sammála (fyrir utan að Þórunn er auðvitað í fyrsta sæti, basic), nema hvað að ég hef yfirleitt verið heitari fyrir Kate Winslet, en Rachel Weisz er klárlega í sætinu þar fyrir neðan… 🙂

Plan dagsins: Vinna (er að vinna í því), hlaupa 3 km (á eftir), slaka á í kvöld með Elínu Dögg á meðan Þórunn er í saumaklúbbi (jau jauuuuuu)… 😀

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: