Kandíflos og kampavín

Hafði það af að standa við plan gærdagsins, enda var ég gjörsamlega búinn á því þegar ég kom heim úr fótboltanum í gærkvöldi.  Lagðist bara upp í rúm með Elínu Dögg og hlustaði á hljóðbók sem ég man svo ekkert eftir núna því ég held að ég hafi sofnað um leið og ég lagðist niður.  Vaknaði svo í morgun á sama tíma og venjulega en ákvað sökum mikillar þreytu að sofa aðeins lengur og var því ekki kominn í vinnuna fyrr en langt gengið í níu, ekkert að því… 😉

Við Palli hentum okkur svo í ræktina í hádeginu og tókum vel á því.  Var svosem ekki á það bætandi að lyfta ofan í harðsperrurnar sem maður er með síðan í gær því ekki nóg með að við höfum hlaupið þrjá kílómetra þá tókum við líka helling af armbeygjum og slatta af magaæfingum.  Harðsperrurnar eru því staðbundnar í brjóst- og magavöðvum sem gerir allar stærri handahreyfingar sársaukafullar auk þess sem það var hrikalega erfitt að fara framúr í morgun.  En harðsperrur þýðir væntanlega bara að maður hafi tekið almennilega á því, verst er að á morgun eru aftur armbeygjur og magaæfingar.  Spurning hvernig maður verður í skrokknum á fimmtudaginn eftir þau ósköpin… 😛

Plan dagsins: Vakna (check), fara í ræktina (check), vinna (check-ish), fara heim (soon), elda (uncheck), sofa (not soon enough)…

Auglýsingar

One response to “Kandíflos og kampavín”

  1. Þóra Marteins says :

    Svakalega ert þú orðinn duglegur að blogga. Maður fær alveg móral hérna….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: