Thursday! The third day…

Þá eru jólin búin, einu sinni enn.  Að vísu ‘snappaði’ Þórunn á þriðjudaginn og reif niður allt jólaskrautið, grýtti jólatrénu út á svalir og henti svo öllu klabbinu ofan í kassa sem fóru svo í geymsluna.  Ég fékk svo þann vafasama heiður að taka fótinn undan trénu og koma því í svartan ruslapoka með tilheyrandi barrfalli.  Fannst eiginlega ótrúlegt að það skuli hafa verið eitthvað eftir á trénu miðað við magnið sem hrundi af því, var sjálfur orðinn eins og hálfgert jólatré eftir barninginn, svo ég tali nú ekki um hvað helvítis nálarnar stungu mann alveg svakalega!  En núna er tréð allavega komið í ruslapoka (já, það var svo lítið að það komst auðveldlega í einn poka) og stendur bara í makindum úti á svölum og bíður þess að ég fleygi því á einhvern ruslahauginn…

Annars átti ég ótrúlega náðugt gærkvöld.  Kom heim um hálf fimm og lagðist bara upp í rúm með Elínu Dögg og Svörtuloft Arnalds Indriðasonar.  Tók svo bara smá lúr með skvísunni og vaknaði ekki fyrr en Þórunn tilkynnti mér að matur væri tilbúinn.  Eftir matinn fór ég svo bara aftur upp í rúm og las meira og þegar ég svo fór að sofa um hálf tólf var ég barasta búinn með bókina!  Ágætis bók, engin snilld, er enn á því að besta bók Arnalds sé Grafarþögn.  Annars var ótrúlega notalegt að kúra svona uppi í rúmi með litlu skvísunni sem var svo gjörsamlega í essinu sínu í gær, skríkti og hjalaði eins og hestur þegar móðir hennar var að leika við hana, magnað hvað þarf lítið til að gleðja þessi litlu kríli…

Helgi Seljan fréttamaður var svo í fréttunum í gær vegna þess að umboðsmaður Alþingis úrskurðaði að Þjóðskrá ætti að skrá nafn dóttur hans rétt í þjóðskrá.  Og nafnið, jú, það er hið þjála nafn Indíana Karítas Seljan Helgadóttir („We named the dog ‘Indiana’…“).  Í framhaldi af því eru hér nokkrar tilvitnanir sem allir sannir nördar ættu að þekkja (ég viðurkenni að ég þekki ansi margar, þó ekki allar).  Og að lokum, hvað gerirðu við handklæði í fimbulkulda?  Jú, notar það auðvitað sem snjóþotu… 😀

Auglýsingar

One response to “Thursday! The third day…”

  1. Þórunn says :

    Vei! Blogg …nú get ég farið að lesa um hvað á daga mína drífur ;o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: