Wednesday, what, what day?!?

Fór í bíó í gær með tengdaforeldrunum og Sólveigu mágkonu nr. 2.  Skelltum okkur saman í Laugarásbíó á Avatar í þrívídd á meðan eiginkonan tók á móti stúlkum þeim er saman kalla sig saumaklúbb nr. 2 (margt nr. 2 í gær, greinilega).  Ég verð að viðurkenna að þessi mynd kom mér gríðarlega mikið á óvart!  Söguþráðurinn er auðvitað óttalegt léttmeti, hvorki nýstárlegur né frumlegur og að auki frekar fyrirsjáanlegur.  En það spillti alls ekki fyrir upplifuninni á stórbrotinni þrívíddinni og hinni ótrúlega flottu veröld sem James Cameron skapaði fyrir þessa smáaura sem kostaði að gera myndina.  Við vorum allavega sammála um að þetta væri alflottasta kvikmynd sem við höfðum á ævinni séð, ekki sú besta, en klárlega sú flottusta.  Ég allavega mæli hiklaust með að allir sjái myndina og það í kvikmyndasal, með þrívíðargleraugu á nefinu… 😀

Við Palli bróðir skutluðumst svo út á Leifsstöð í morgun með gamla manninn.  Hann kemur víst ekki aftur til landsins fyrr en í lok febrúar.  Málarinn er svo víst að klára að mála í kjallaranum og bílskúrnum í Stafnaselinu þannig að við þurfum að vinda okkur í að klára afmælisgjöfina hans, helst fyrir næsta mánudag þegar rafvirkinn ætlar að koma og setja upp tengil til að hægt sé að færa frystikistuna (já, ég veit, þetta hljómar jafn spennandi fyrir mér og ykkur).  En við vorum víst búnir að lofa þessu þannig að hjá því verður vart komist.  Eða hvað…?!? 😉

Svo eiga víst Holmarinn, Sigrún frænka og Magnús Garðar frændi öll afmæli í dag, fá þá frá mér hér með formlega afmæliskveðju…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: