Tuesday, two day…

Gleymdi alveg að minnast á það í gær að ég eyddi 70 mínútum af lífi mínu á sunnudagskvöldið í að horfa á ‘Guð blessi Ísland’.  Ég verð nú bara að segja, hvert sendi ég reikninginn fyrir þessum 70 töpuðu mínútum sem ég hefði getað eytt í eitthvað gáfulegra en þennan óbjóð!?!  Allt hype-ið var semsagt ekkert annað en nákvæmlega það, hype.  Að horfa á veruleikafirrt fólk mæta fyrir utan stjórnarráðið til að senda varga á ríkisstjórnina er í besta falli sorglegt.  Þessi galdraskrugga er auðvitað alveg snar og það er líka alveg á gráu að kenna kreppunni um það að þessi búð hennar hafi farið á hausinn.  Já, það er eðlilegt að fá á sig piparúða þegar þú reynir að brjótast inn á lögreglustöð.  Já, það er eðlilegt að þú fáir piparúða þegar þú hlýðir ekki ítrekuðum skipunum frá lögreglunni.  Já, þú ferð á hausinn ef þú varst að fjárfesta langt um efni fram.  Já, þú kemst ekki á þing jafnvel þó þú hafir látið konuna þína strauja allar 10 skyrturnar þínar.  Og já, þessi mynd var hrikalega léleg…

Óli grís kom svo öllum í opna skjöldu í dag og synjaði í annað sinn í sögu lýðræðisins að staðfesta lög, eitthvað sem forverum hans í starfi hafði aldrei komið til hugar að gera því þeir töldu, rétt eins og aðrir lögfróðir, að það væri einfaldlega ekki í valdi forseta að gera slíkt.  En hvað um það, Óli gaf fyrrum samstarfsmönnum sínum í pólitíkinni löngutöng og hefur örugglega fyrir vikið náð að krafsa eitthvað til baka af vinsældum sínum hjá almenningi.  Hvaða áhrif þetta hefur svo á þjóðina verður bara að koma í ljós…

Pabbi kallinn flýgur svo ‘heim’ til Kína á morgun eftir stutt jólastopp.  Við hjónin ætlum því að kíkja á hann á eftir og kveðja hann í bak og fyrir.  Þurfum svo að vera dugleg að senda honum myndir af skvísunni, bæði ljós og vídeó, svo hann geti reynt að fylgjast með henni í útlegðinni.  Kosturinn við þetta er auðvitað sá að ég get þá fengið afnot af jeppanum aftur, kvarta nú ekkert yfir því… 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: