Monday, one day…

Jæja, þá hefst víst ‘alvaran’ aftur, en þó ekki. Ég mætti að vísu í vinnuna í morgun en það var eingöngu af því að ég var með eina lykilinn að plássinu auk þess sem ég ætlaði að tryggja að ég fengi ekki versta borðið á nýja staðnum. Fékk alveg hreint ágætis pláss og núna er búið að taka margföld afrit af lyklinum þannig að á morgun þarf ég ekki að mæta fyrstur (þó svo ég geri það örugglega hvort eð er). En allavega, ég þurfti nefnilega að fara heim um tíuleytið til að við Þórunn gætum verið við útför ömmu hennar og nöfnu sem lést 27. desember síðastliðinn. Ég var að vísu heima með skvísuna á meðan athöfninni stóð en við feðginin kíktum svo saman í erfidrykkjuna á Loftleiðum. Ég á eftir að sakna ‘ömmu’ Tótu, hún var hress og skemmtileg kelling sem hafði lúmskan húmor fyrir sjálfri sér og gerði óspart grín að öðrum þegar sá gállinn lá á henni. Hún var allavega fljót að ‘misskilja’ gælunafnið mitt þegar hún kynntist mér fyrst og ég hét aldrei neitt annað en ‘Dúddi’ þegar amma Tóta var annars vegar… 😀

Ég sit svo þessa stundina í tölvunni hennar Sólveigar mágkonu nr. 2 úti á Álftanesi þar sem við ætlum að vera eitthvað fram á kvöld sökum þess að Sigríður mágkona nr. 1 er að fljúga við annan mann (sinn eiginmann, nb) aftur til Hollands í fyrramálið. Okkur fannst allavega við hæfi að eyða smá tíma með henni áður en hún þýtur aftur af landi brott… 🙂

Auglýsingar

One response to “Monday, one day…”

  1. Sigríður Ása says :

    Þokkalega vel við hæfi, ó já! Enda hún hress með eindæmum (snökt) og í stuðinu í (buuuhuuu) 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: